Opið í dag

12:00-18:00

Aðventuhátíð Kópavogs

JÓL Í KÓPAVOGI
02.12.2023
13:00
–17:00


Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin laugardaginn 2. desember en við það tilefni verða ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin tendruð.

Ævintýrapersónur úr Jólaskógi stíga á svið og jólasveinar bregða sér í bæinn en ljósin á trénu verða tendruð klukkan 16 þar sem fram kemur Kór Hörðuvallaskóla. Skólahljómsveit Kópavogs flytur jólatónlist frá 15:40.

Frá klukkan 13 verður boðið upp á fjölbreytta aðventudagskrá fyrir alla fjölskylduna. Ilmandi aðventuóróar, úkraínskt hátíðarskraut, lifandi tónlist og notaleg aðventustemning.

Hægt verður að kaupa ljúffengar veitingar frá Krónikunni í Gerðarsafni og í Forsal Salarins en þar verður jólamarkaður með fallegu handverki frá Hlutverkasetri, Tau frá Tógó og Ás vinnustofu.

Ljúfir hátíðartónar hljóma í flutningi kóra og tónlistarhópa. Á útisvæði verður hinn ómissandi Möndlubás með ristaðar aðventumöndlur til sölu.

Verið hjartanlega velkomin.

Aðventusmiðjur
13:00 – 15:45 Óróasmiðja ÞYKJÓ (Bókasafn)
13:00 – 15:45 Jólaperlusmiðja (Bókasafn)
13:00 – 15:45 Úkraínsk aðventusmiðja (Gerðarsafn)
13:00 – 15:45 Jólaskúlptúrsmiðja (Salurinn)

Jólasögustund
14:00-14:15 & 15:00 – 15:15
Jólakötturinn með Arndísi Þórarinsdóttur (Náttúrufræðistofa)

Jólaörtónleikar
13:30 – 13:45 Kórinn Viðlag (Salurinn)

14:00 – 14:15 Samkór Kópavogs (Salurinn)
14:15 – 14:30 Kór Hörðuvallaskóla (Gerðarsafn)
14:30 – 14:45 Kvennakór Kópavogs (Salurinn)
15:15 – 15:30 Barnakór Smáraskóla (Bókasafn)
15:40 – 16:00 Skólahljómsveit Kópavogs (Útisvæði)

Jólasveifla í Salnum
15:00 – 15:40 Kjalar Martinsson Kollmar, söngur og píanó, Alexander Grybos, gítar, Hlynur Sævarsson, kontrabassi

Jólamarkaður í Salnum
13:00 – 16:00
Fallegt handverk til sölu frá Hlutverkasetri, Tau frá Tógó og Ás vinnustofu

Tendrun jólatrésins
16:00 – 16:30
Ævintýrapersónur úr Jólaskógi ásamt Kór Hörðuvallaskóla
Jólasveinar mæta í bæinn og dansa í kringum jólatréð

Sýningarnar Skúlptúr / Skúlptúr og Gerður grunnsýning eru opnar frá 12:00 – 18:00.

Grunnsýning Náttúrufræðistofu er opin frá 11 – 17.

Á Bókasafni Kópavogs verður boðið upp á nýjan jólaþrautaleik og gjafainnpökkunarstöð og hægt verður að setja kærleiksóskir á jólatré.

Krónikan opin frá 11:30 – 18:00 í Gerðarsafni
Veitingasala í Forsal Salarins og Möndlubásinn verður með ilmandi möndlur til sölu á útisvæði frá 13:00 – 17:00
GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner