Opið í dag

12:00-18:00

Barbara

30.04.2025
–10.08.2025
Barbara apotekið

Sýning á verkum Barböru Árnason (1911-1975) opnar miðvikudaginn 30. apríl 2025.

Barbara Árnason (Barbara Moray Williams) spratt upp úr einu myndlistarumhverfi og skaut rótum í öðru. Hún var fædd í Hampshire í Suður-Englandi árið 1911 og ólst upp í samfélagi sem, þrátt fyrir iðnað og þunga nútímans, bjó yfir sterkri listhefð þar sem skreytilist, myndlist og hönnun voru sjálfsagður hluti af hversdagslífi fólks. Sumarið 1936 steig Barbara í fyrsta sinn fæti á Íslandi og festi hér óvænt rætur þegar hún kynntist listamanninum Magnúsi Á. Árnasyni.

Barbara Árnason var fjölhæfur listamaður sem þróaði sína eigin nálgun innan myndlistar sem fléttaði saman bakgrunn hennar og þau áhrif og hughrif sem hún varð fyrir á Íslandi. Hún tengdist landi og þjóð sterkum böndum og gekk á vissan máta inn í landslagshefðina en í stað þess að mála víðáttu og fjalllendi leit hún niður í fíngerðan gróðurinn, fangaði það smáa og viðkvæma; það nærtæka og daglega. Barbara hafði gríðarleg tök á tæknilegum útfærslum í þá ólíku miðla sem hún tók sér fyrir og skóp sér farveg innan myndlistar með tilraunum í nýja miðla á borð við grafík, textíl, bókateikningar og viðarverk.

Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir.

Ljósmynd: Andrés Kolbeinsson.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner