Opið í dag

12:00-18:00

Lofsteinn í íslenskt menningarlíf

GEÓMETRÍA
09.10.2022
14:00

Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur og Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur fjalla um innkomu geómetríu í íslenskt menningarlíf á sjötta áratugnum á málþingi í Gerðarsafni laugardaginn 9. október kl. 14. Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns leiðir samtalið.

Á sýningunni Geómetría má sjá verk íslenskra listamanna sem voru í hringiðu módernisma og framúrstefnu í París á 6. áratugnum. Módernískar listhreyfingar spruttu úr frjóum jarðvegi mikilla samfélagslegra breytinga með tæknilegum framförum, pólitískum óróa og þéttbýlismyndun. Við þessa umturnun á samfélaginu skapaðist fráhvarf frá fyrri háttum og kallaði á nýja nálgun á umhverfið.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner