Opið í dag

12:00-18:00

Komd’inn: Klippimyndasmiðja

BARNAMENNINGARHÁTÍÐ Í KÓPAVOGI
22.04.2023
14:00
–16:00

Klippimyndasmiðja í tengslum við sýninguna Að rekja brot í Gerðarsafni á Barnamenningarhátíð og verkefnið Komd’inn.

Umsjón með smiðjunni hafa Marie Vesela og Þór Sigurþórsson.

Allt efni verður á staðnum. Aðgangur ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin.

Marie Vesela er fædd í Prag og nam þar listfræði. Hún hefur unnið mikið með klippimyndir og hefur verið að leiða smiðjur með klippimyndum. Hún hefur mikinn áhuga á flæðinu sem skapast við gerð þeirra.

Þór Sigurþórsson nam myndlist í Reykjavík, Vínarborg og New York og er starfandi myndlistarmaður og kennari. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner