Sýningastjóraleiðsögn um Skúlptúr/Skúlptúr
Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Cedet Gaihede bjóða upp á leiðsögn um sýninguna Skúlptúr / Skúlptúr. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin! Sýningaröðin Skúlptúr/Skúlptúr er nú haldin í fimmta skiptið í Gerðarsafni þar sem leitast er við að kanna hver staða höggmyndalistar sé í samtíma okkar. Sýningaröðin kannar þróun þrívíðrar myndlistar með vísunum í frumkvöðlastarf Gerðar […]
Úkraínsk aðventusmiðja
Í þessari fjöltyngdu aðventusmiðju verður unnið með úkraínsk mynstur og rushnyk sem er útsaumað klæði, skreytt með táknum úr fornri menningu. Í smiðjunni verður þátttakendum boðið að teikna með fatalitum á efni undir áhrifum frá úkraínskum mynstrum. Á staðnum verður allur efniviður til að búa til sína eigin einfalda útgáfu af rushnyk sem þátttakendur geta […]
MOLTA
MOLTARætur, rotnun, umrót. MOLTA er alltumlykjandi og þverfagleg innsetning og lifandi sýning. Listamaðurinn Rósa Ómarsdóttir býr til vistkerfi þar sem náttúrulegir ferlar umbreyta rýminu. Innsetningin bráðnar, lekur, brotnar niður, vex, blandast saman og gufar upp. Molta er myndlíking. Molta er í senn jarðvegur niðurbrots og frjósemi, þar sem úrelt og úrsérgengin fyrirbæri brotna niður og […]
Útgáfufögnuður | Heimur Gerðar Helgadóttur
Verið hjartanlega velkomin á útgáfufögnuð og listasmiðju fyrir glænýja barnabók um Gerði Helgadóttur sem ber titilinn Heimur Gerðar Helgadóttur, sunnudaginn 3. desember kl. 16:00 í Gerðarsafni. Í bókinni fáum við að kynnast ævi og ferli Gerðar á spennandi hátt og spreyta okkur á gerð eigin listaverka. Bókin er afrakstur samstarfs Gerðarsafns við Helgu Páleyju Friðjónsdóttur […]
Aðventuhátíð Kópavogs
Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin laugardaginn 2. desember en við það tilefni verða ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin tendruð. Ævintýrapersónur úr Jólaskógi stíga á svið og jólasveinar bregða sér í bæinn en ljósin á trénu verða tendruð klukkan 16 þar sem fram kemur Kór Hörðuvallaskóla. Skólahljómsveit Kópavogs flytur jólatónlist frá 15:40. Frá klukkan 13 […]
Venjulegar myndir
Sýningin Venjulegar myndir birtir ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Emmu Heiðarsdóttur, Haraldar Jónssonar, Joe Keys, Kristínar Sigurðardóttur, Lukas Kindermann, Ragnheiðar Gestsdóttur og Tine Bek. Listamenn sýningarinnar eiga það sameiginlegt að veita ákveðnum hlutum ítrustu athygli, brengla hversdaginn með því að fletja hann út eða umbreyta með öðrum hætti. Á sýningunni myndast samtal á milli myndaraða […]
Venjulegir staðir
Ljósmyndin er magnað fyrirbæri. Svo ótrúlega flöt, bara doppur á blaði eða skjá. Föst í annarri víddinni, þar sem bæði töfra hennar og takmarkanir er að finna. Samt vekur hún upp tilfinningu fyrir rými og efni. Við skynjum myndina, trúum á hana. Þó er enginn sannleikur í myndinni nema sá sem verður til í hugskoti […]
Teikning í rými með Erni Alexander Ámundasyni
Sunnudaginn 26. nóvember kl. 13:00 verður teiknismiðja í Gerðarsafni þar sem börn læra fjarvíddarteikningu á skemmtilegan og einfaldan hátt. Eftir stutta leiðsögn um sýninguna Skúlptúr/Skúlptúr verður farið í fræðslurými Gerðarsafns, Stúdíó Gerðar, og teiknað á stór blöð saman. Leiðbeinandi er Örn Alexander Ámundason myndlistarmaður. Smiðjan hentar vel fyrir börn eldri en 6 ára og fjölskyldur […]
Rými skúlptúrsins
Aðalheiður Lilja verður með leiðsögn um sýninguna Skúlptúr/Skúlptúr og deilir með gestum vangaveltum sínum um skúlptúrinn. Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris I, Panthéon–Sorbonne. Á árunum 2010–2021 starfaði hún sem lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Ásamt kennslu- og fagstjórastarfinu hefur hún […]
Skúlptúr & smörre
SKÚLPTÚR OG SMÖRRE er hugguleg kvöldstund í Gerðarsafni fyrir fullorðna þar sem við vinnum að gerð skúlptúra, frá hugmynd að listaverki. Listasmiðjan er skemmtileg og skapandi upplifun undir handleiðslu myndlistarmanns sem mun leiða gesti inn í heim skúlptúrsins. Innifalið í kvöldstundinni er aðgangur að sýningum safnsins ásamt léttum veitingum frá Króníkunni, smurbrauð og vínglas/óáfengur drykkur. […]
Sýningar 1996
6. janúar til 21 janúar 1996. Vestursalur: LJÓS OG TÍMI. Ingiberg Magnússon. Grafik. Trérista og blönduð tækni. 13. janúar til 4. febrúar 1996. Austursalur: UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80 DÖGUM. Nína Gautadóttir. Málverk. 27. janúar til 11. febrúar 1996. Vestursalur og neðri hæð: BLAÐALJÓSMYNDIR 1995. Blaðamannafélagið og Blaðaljósmyndarafélagið. Bestu blaðaljósmyndir ársins 1995. 17.febrúar til 10. mars […]
Leiðsögn um Skúlptúr/Skúlptúr
Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, listheimspekingur, verður með leiðsögn um sýninguna Skúlptúr/Skúlptúr í Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Aðalheiður Lilja er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Hún nam heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Université Paris I, Panthéon–Sorbonne. Á árunum 2010–2021 starfaði hún sem lektor og fagstjóri listfræða við myndlistardeild Listaháskóla […]