Opið í dag

12:00-18:00

Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra | Hjartadrottning

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna Hjartadrottning í fylgd með Sóleyju Ragnarsdóttur og Heiðari Kára Rannverssyni, sunnudaginn 14. apríl. Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og gerðum, fagurlega málaðir veggfletir og sérhannað veggfóður auk sýningarborða með einstöku servíettusafni skapa hér eina heild […]

Foreldramorgnar á Gerðarsafni

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns, tvo fimmtudaga í mánuði. Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Boðið verður upp á stutta sýningarleiðsögn kl. 11 fyrir þau sem vilja en annars er opið hús á […]

Hvað er grænþvottur?

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ólíkum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Hér verður fyrirbærið grænþvottur og birtingarmyndir hans skoðaðar út frá ýmsum sjónarhornum ásamt Birgittu Stefánsdóttur, umhverfisfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Fyrirlesturinn fer fram í Gerðarsafni, í fræðslurými á […]

List og náttúra

Einföld smiðja eða leiðsögn fyrir börn miðvikudaga frá kl. 15-17 í Gerðarsafni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjurnar. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi. Náttúran verður skoðuð í gegnum linsu myndlistarinnar á mismunandi hátt og […]

Leiðsögn sýningarstjóra og listamanns | Fimmtudagurinn langi

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn með Hallgerði Hallgrímsdóttur og Kristínu Sigurðardóttur fimmtudaginn 29. febrúar kl. 18:30 í Gerðarsafni. Hallgerður er annar tveggja sýningarstjóra sýningarinnar Venjulegar myndir/Venjulegir staðir og Kristín sýnir verk á sýningunni. Aðgöngumiði á safnið gildir. Sýningin Venjulegir staðir/Venjulegar myndir birtir ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Emmu Heiðarsdóttur, Haraldar Jónssonar, Joe Keys, Kristínar Sigurðardóttur, […]

Samtal | Ívar Brynjólfsson og Jón Proppé

Verið hjartanlega velkomin á samtal og leiðsögn Ívars Brynjólfssonar og Jóns Proppé listheimspekings um verk Ívars sunnudaginn 18. febrúar kl. 14:00 í Gerðarsafni. Á sýningunni Venjulegar myndir eru ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Kristínar Sigurðardóttur, Lukasar Kindermann, Ragnheiðar Gestsdóttur og Tine Bek; myndlist sem sprettur úr túlkun mannverunnar á umhverfi sínu. Listamennirnir eiga […]

List og náttúra í Vetrarfríi

Einföld smiðja eða leiðsögn fyrir börn milli 15 og 17. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs en Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjuna. Náttúran verður […]

Kórónusmiðja í vetrarfríinu

Dúskar, fjaðrir, slaufur og strá. Búum saman til skemmtilegar kórónur úr litríkum og skemmtilegum efnivið í vetrarfríinu. Allur efniviður á staðnum og aðgangur er ókeypis. Þorgerður Þórhallsdóttir og Örn Alexander Ámundason sjá um smiðjuna. Hlökkum til að sjá ykkur!

List og náttúra

List og náttúra í Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs Einföld smiðja eða leiðsögn fyrir börn miðvikudaga frá kl. 15-17 í Gerðarsafni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjurnar. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi. Náttúran verður skoðuð […]

DJ Ívar Pétur á Krónikunni

Það verður auðvitað opið á Krónikunni í Gerðarsafni á Safnanótt fram eftir kvöldi þar sem hægt verður að fá sér smárétt og drykk; frá 20:30 til 23:00 mun DJ Ívar Pétur sjá um tónlistina. Sjáumst á Safnanótt.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner