Leiðsögn listamanns

Sunnudaginn 4. júní kl. 14:00 verður Rósa Gísladóttir myndlistarmaður með leiðsögn um sýninguna FORA í Gerðarsafni. Þegar gengið er inn á sýningu Rósu Gísladóttur vaknar tilfinning um að við séum stödd samtímis á fornum samkomustað og í rústum framtíðarinnar. Í sölunum ríkir ró. Þyngd verkanna veitir okkur jarðtengingu. Eða er hún ógnandi? Súlur sem þessar […]
Sýningarstjóraleiðsögn með Brynju og Cecilie

Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Cedet Gaihede sýningarstýrur grunnsýningar á verkum Gerðar Helgadóttur, GERÐUR, leiða gesti um sýninguna miðvikudaginn 17. maí kl. 17. Gerðarsafn opnaði í fyrsta skipti fasta grunnsýningu tileinkaða Gerði Helgadóttur (1928-1975) á neðri hæð safnsins. Sýningin leggur ríka áherslu á skúlptúr og varpar ljósi á sköpunarkraft, framúrstefnu og tilraunamennsku listakonunnar, margbreytileika verkanna og […]
Sýningarstjóraleiðsögn með Daríu Sól Andrews

Daría Sól Andrews sýningarstjóri sýningarinnar, Að rekja brot, leiðir gesti um sýninguna fimmtudaginn 18. maí kl. 14. Viðburðurinn er haldinn í tilefni þess að 18. maí er alþjóðlegi safnadagurinn.Aðgangur er ókeypis á viðburðinn og á safnið þennan dag. Sýningin Að rekja brot klárast sunnudaginn 21. maí. Verið öll hjartanlega velkomin! Eitt lítið minningabrot getur innihaldið […]
GERÐUR grunnsýning

Gerðarsafn opnar í fyrsta skipti fasta grunnsýningu tileinkaða Gerði Helgadóttur (1928-1975) á neðri hæð safnsins. Sýningin leggur ríka áherslu á skúlptúr og varpar ljósi á sköpunarkraft, framúrstefnu og tilraunamennsku listakonunnar, margbreytileika verkanna og fjölbreyttan efnivið.
ÞYKJÓ

Ævintýraheimur, íhugull og vakandi, forvitinn og frjór.
Komd’inn: Klippimyndasmiðja

Klippimyndasmiðja í tengslum við sýninguna Að rekja brot í Gerðarsafni á Barnamenningarhátíð og verkefnið Komd’inn. Umsjón með smiðjunni hafa Marie Vesela og Þór Sigurþórsson. Allt efni verður á staðnum. Aðgangur ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin. Marie Vesela er fædd í Prag og nam þar listfræði. Hún hefur unnið mikið með klippimyndir og hefur verið […]
Þú hefur orðið

Ný verk eftir börn af unglingastigi Kársnesskóla, unnin í Barnamenningarviku út frá sýningunni Að rekja brot. Börnin velja sér orð og minningu sem þau vinna út frá í ólíkan efnivið. Leiðbeinendur og sýningarstjórar: Melanie Ubaldo og Dýrfinna Benita Basalon. „Við viljum vita hvað orð er þeim mikilvægt og vinna út frá því orði. Þetta gæti […]
Krakkaleiðsögn | Að rekja brot

Örn Alexander Ámundason myndlistarmaður leiðir börn og fjölskyldur um sýninguna Að rekja brot (Tracing Fragments).
Trúðastelpurnar Silly Suzie og Momo

Trúðasýning um alls konar tungumál
Um ritskoðun og þöggun | Að rekja brot

Natasha S, ljóðskáld, þýðandi, blaðamaður og ritstjóri fjallar um menningu á tímum samþjöppunar og ritskoðunar. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Að rekja brot ( Tracing Fragments) sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Nánar: Saga Rússlands endurtekur sig, ritskoðun og kúgun er ekki nýtt fyrirbæri í stærra […]
Together | Fjöltyngd listsmiðja

Fjöltyngd listsmiðja fyrir fólk á öllum aldri, börn og fullorðin. Markmið smiðjunnar er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum, flóttafólk, umsækjendur um alþjóðlega vernd, innflytjendur og heimafólk. Smiðjan er haldin í samstarfi við hjálparsamtökin Get Together og í tengslum við sýninguna „Að rekja brot“. […]
Leiðsögn með Inuuteq Storch og Heiðari Kára Rannverssyni

Leiðsögn um sýninguna Að rekja brot.