Opið í dag

12:00-18:00

Skúlptúr/Skúlptúr

30.09.2023
–07.01.2024
Andreas Brunner
Anna Líndal
Claire Paugam
Elísabet Brynhildardóttir
Eygló Harðardóttir
Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar
Ingrid Ogenstedt
Ívar Glói Gunnarsson Breiðfjörð
Martha Haywood
Raimonda Sereikaitė

Sýningarstjórn

Brynja Sveinsdóttir & Cecilie Cedet Gaihede

Sýningarskrá

Sýningaröðin Skúlptúr/Skúlptúr er nú haldin í fimmta skiptið í Gerðarsafni þar sem leitast er við að kanna hver staða höggmyndalistar sé í samtíma okkar. Sýningaröðin kannar þróun þrívíðrar myndlistar með vísunum í frumkvöðlastarf Gerðar Helgadóttur (1928-1975) innan íslenskrar höggmyndalistar. Titillinn vísar til sýningarinnar Skúlptúr/skúlptúr/skúlptúr, samsýningu 29 listamanna sem haldin var á Kjarvalsstöðum árið 1994 og gaf veigamikið yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma. Þessi fimmta sýning í röðinni hér í Gerðarsafni er með öðru sniði en áður þar sem leitast er við að taka stöðu á skúlptúrnum í dag með samsýningu tíu listamanna. Enginn einn samnefnari er með því listafólki sem tekur þátt í sýningunni en í samtali verka þeirra má finna forvitnilegar vísanir í stöðu skúlptúrsins sem listmiðils, möguleika hans og samband við samtíma okkar.

Skúlptúr er í hefðbundnum skilningi formfastur listmiðill. Þrívítt listaverk, ólíkt hinu tvívíða málverki. Staða skúlptúrsins sem þrívíðs listaverks var allajafna ekki megininntak verkanna. Voru þá frekar gerðar tilraunir til að teygja möguleika efnisins, að draga fram ólíkar áferðir, mýkt, svipbrigði og fínleika í efnismiklum verkum unnum í stein, leir eða brons. Með þróun höggmyndalistar færðu listamenn sig frá því að huga að möguleikum innan efnisins og yfir í að kanna samband skúlptúrsins við rýmið sjálft.

Sýningin Skúlptúr/Skúlptúr er því visst ferðalag í gegnum heim skúlptúrsins — leiðangur milli verka þar sem endurspeglast hvernig samtímahöggmyndalistin umlykur mismunandi hreyfingar innan listarinnar þar sem kjarninn er tilraunamennska. Stöðugar tilraunir listafólksins með skúlptúrinn sem verkfæri hvetja okkur til íhugunar og umhugsunar. Þau reyna á mörk miðilsins í stærð, tækni, rými, viðhorfi og hlutverki okkar sem áhorfenda. Á sama tíma skapast gagnvirkur vettvangur til að velta fyrir sér samtímanum, raunveruleikanum og umhverfinu með fígúratívri eða abstrakt framsetningu.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner