Opið í dag

12:00-18:00

Tríó Sól & Gerður Helgadóttir

Fimmtudaginn 25. júní kl. 19.00 mun strengjatríóið Tríó Sól flytja ljúfa tóna í Gerðarsafni í samtali við verk Gerðar Helgadóttur.

Fjölskyldustund | Barbara ferðalangur

Barnabókateiknarinn Barbara Árnason er uppspretta vangaveltna um ferðalanginn en sjálf fluttist Barbara til Íslands frá Bretlandi árið 1937. Þátttakendur vinna út frá eigin sögum og teikningum um ferðalög og fjarlæg lönd.  Smiðjan verður óháð tungumáli og er ætluð allri fjölskyldunni. Leiðbeinendur tala pólsku, íslensku, arabísku, frönsku, ensku og þýsku og er markmiðið að byggja upp samskipti þvert á tungumál […]

Sumarbræðingur| 9. júlí

Fimmtudaginn 9. júlí mun kl. 18:00 mun fjöllistahópurinn Sjarmör Collective bjóða gestum Gerðarsafns að fylgjast með þverfaglegum spuna í samtali við sýninguna Þegar allt kemur til alls.

Max Mollon | Design Fiction Club

Þriðjudaginn 8. maí kl. 17 mun svissneskir hönnuðurinn Max Mollon halda Design Fiction Club í tilefni sýningarinnar MA 2018. Design fiction club er opinber umræðuvettvangur fyrir samtímahönnun sem einblínir á nýja hætti hönnunar og möguleika þeirra til að rýna í og hafa áhrif á hagkerfi, iðnað og menningu. DFC hefur verið reglulegur viðburður á safninu Gaité […]

Leiðsögn | Fatahönnun

Leiðsagnir sýningarstjóra um útskriftarsýningu hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri sem stendur í Gerðarsafni fara fram sunnudaginn 6. september.

Leiðsögn um alsjáandi | Vetrarhátíð í Kópavogi

Sýningastjórarnir Anna Karen Skúladóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir bjóða upp á leiðsögn um sýninguna Alsjáandi – ósamþykktar skissur Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju og Sigurður Arnarson, sóknarprestur, fjallar um steinda glugga Gerðar Helgadóttur. Viðburðurinn er hluti af Vetrarhátíð í Kópavogi 2021.

Sumardagurinn fyrsti

Opið í Menningarhúsunum. Kubbur, botcha og húllahringir á útivistarsvæði, borðspil og teikniaðstaða á Bókasafni og í Stúdíói Gerðar í Gerðarsafni.

Slaka & skapa

Eldri borgurum er boðið á viðburðinn Slaka & Skapa með Thelmu Björk Jónsdóttir sem fer fram í Gerðarsafni listasafni Kópavogs. Skoðuð verða tengslin milli hugleiðslu og handverks í gegnum teygjur og öndunar- og slökunaræfingar sem Thelma hefur þróað. Áhugasömum er boðið að halda hugleiðslu áfram með því að taka þátt í handverksvinnu á borð við […]

Einungis allir | leiðsögn

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna „Einungis allir“ næstkomandi sunnudag 9. desember kl. 15. Sýningin er liður í listahátíðinni Cycle 2018 en þema hátíðarinnar var „Þjóð meðal þjóða“. Á hátíðinni var áleitnum spurningum sem varða frelsisbaráttu og þjóðernishugmyndir í samhengi við 100 ára fullveldisafmæli Íslands velt upp.  Út frá þessum hugleiðingum opnar sýningin Einungis allir […]

Útskriftarviðburður listkennsludeildar LHÍ

Laugardaginn 26. maí 2018 bjóða meistararanemar í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands til útskriftarviðburðar í Menningarhúsin í Kópavogi / Culture Houses of Kópavogur. Þar kynna útskriftarnemendurnir lokaverkefni sín með margskonar hætti og gefst gestum meðal annars kostur á að taka þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum smiðjum sem eru lýsandi fyrir lokaverkefni nemenda. Dagskrá stendur yfir frá kl. 13- 16, opin […]

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner