Leiðsögn um alsjáandi | Vetrarhátíð í Kópavogi

Sýningastjórarnir Anna Karen Skúladóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir bjóða upp á leiðsögn um sýninguna Alsjáandi – ósamþykktar skissur Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju og Sigurður Arnarson, sóknarprestur, fjallar um steinda glugga Gerðar Helgadóttur. Viðburðurinn er hluti af Vetrarhátíð í Kópavogi 2021.
Sumardagurinn fyrsti

Opið í Menningarhúsunum. Kubbur, botcha og húllahringir á útivistarsvæði, borðspil og teikniaðstaða á Bókasafni og í Stúdíói Gerðar í Gerðarsafni.
Slaka & skapa

Eldri borgurum er boðið á viðburðinn Slaka & Skapa með Thelmu Björk Jónsdóttir sem fer fram í Gerðarsafni listasafni Kópavogs. Skoðuð verða tengslin milli hugleiðslu og handverks í gegnum teygjur og öndunar- og slökunaræfingar sem Thelma hefur þróað. Áhugasömum er boðið að halda hugleiðslu áfram með því að taka þátt í handverksvinnu á borð við […]
Sumarbræðingur I 23. júlí

Sumarið er mætt í Menningarhúsin í Kópavogi!
Einungis allir | leiðsögn

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna „Einungis allir“ næstkomandi sunnudag 9. desember kl. 15. Sýningin er liður í listahátíðinni Cycle 2018 en þema hátíðarinnar var „Þjóð meðal þjóða“. Á hátíðinni var áleitnum spurningum sem varða frelsisbaráttu og þjóðernishugmyndir í samhengi við 100 ára fullveldisafmæli Íslands velt upp. Út frá þessum hugleiðingum opnar sýningin Einungis allir […]
Útskriftarviðburður listkennsludeildar LHÍ

Laugardaginn 26. maí 2018 bjóða meistararanemar í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands til útskriftarviðburðar í Menningarhúsin í Kópavogi / Culture Houses of Kópavogur. Þar kynna útskriftarnemendurnir lokaverkefni sín með margskonar hætti og gefst gestum meðal annars kostur á að taka þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum smiðjum sem eru lýsandi fyrir lokaverkefni nemenda. Dagskrá stendur yfir frá kl. 13- 16, opin […]
Tónleikar Bachelsis

Sumartónleikar Bachelsis verða haldnir næstkomandi fimmtudag, 12. júlí, kl. 18. í sýningarsal Gerðarsafns, innan um verk Gerðar Helgadóttur á yfirstandandi sýningu safnsins; Gerður: Yfirlit. Bachelsi samanstendur af fiðluleikurunum Ingibjörgu Ástu Guðmundsdóttur og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur en þær kynntust við nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Í sumar hafa þær tekið fyrir tónverk J. S. Bach […]
Ó, hve hljótt | Sýningarstjóraspjall

Sunnudaginn 13. janúar kl. 15 fer fram sýningarstjóraspjall í Gerðarsafni í tilefni sýningarinnar Ó, hve hljótt. Sýningarstjórar sýningarinnar eru þau Pascale Cassagnau, CNAP, París og Gústav Geir Bollason, Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Skríðum inn í skel | Vetrarhátíð í Kópavogi

Á innsetningunni Skríðum inn í skel tefla hönnuðir ÞYKJÓ fram litlum líkönum í skalanum 1:5 að ,,Kyrrðarrýmum” sem eru innblásin af skjaldbökum, sniglum, kuðungum og fleiri skeldýrum og Sóley Stefánsdóttir tónlistarkona kitlar ímyndunaraflið í gegnum eyrun okkar. Hvernig hljómar rigningin þegar við sitjum inni í skel og hlustum? Er hægt að flauta inni í kuðung? Kuðungur […]
Sjarmör Collective | Þegar allt kemur til alls

Fimmtudaginn 9. júlí kl. 18.00 mun fjöllistahópurinn Sjarmör Collective bjóða gestum Gerðarsafns að fylgjast með þverfaglegum spuna í samtali við sýninguna Þegar allt kemur til alls.
Snjókorna mynstur | Fjölskyldustund

Smiðja með listakonunni Þórdísi Erlu Zoëga þar sem mismunandi mynstur snjókorna verða könnuð og ný mynstur gerð með mismunandi efnum og aðferðum. Snjókorn eru kristallar sem falla til jarðar úr andrúmsloftinu en myndast á leið sinni til jarðar vegna áhrifa hitastigs og raka og er því nánast hvert og eitt með sínu sniði.
Sumarspírur Menningarhúsanna í Kópavogi

Menningarhúsin í Kópavogi hafa fengið til liðs við sig öfluga sumarstarfsmenn sem munu standa fyrir skapandi og fræðandi smiðjum kl. 13-15 alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga í sumar, fram til 7. ágúst.