Pólsk-íslensk listajól | Aðventuhátíð Kópavogs

Ljós og skuggar | Fjölskyldustund

Ljós og skuggar tilraunasmiðja með listakonunum Guðrúnu Veru Hjartardóttir og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur í tengslum við sýninguna Fullt af litlu fólki. Í smiðjunni verða gerðar luktir og tilraunir með ljós og skugga. Á þessum tíma, þann 11. nóvember er Martinsmessan haldin hátíðleg um allan heim. Þegar myrkasta tíma ársins á Vetrarsólstöðum gengur í garð er […]
Þegar allt kemur til alls

Þegar allt kemur til alls sem verður opin almenningi í Gerðarsafni frá og með laugardeginum 4. júlí. Þegar allt kemur til alls er samsýning með verkum eftir tólf íslenska samtímalistamenn. Verkin hafa verið sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, húmor og leikgleði birtast í þeim. Sýningin er viðbragð við aðstæðum í samfélaginu […]
Menning á miðvikudögum | Sýningarstjóraspjall

Brynja Sveinsdóttir sýningarstjóri leiðir gesti í gegnum sýninguna Líkamleiki, sem er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa í líkamann og líkamleika af ýmsu tagi. Listamenn sýningarinnar eru Bára Kristinsdóttir, Claire Paugam, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir, […]
Geirfuglinn sem táknmynd aldauðans | Menning á miðvikudögum

Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor emeritus við HÍ, fjallar um geirfuglinn sem táknmynd aldauða í hádegiserindi í Gerðarsafni. Erindið er haldið í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, „Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum“ þar sem samspil manna, dýra, náttúru og umhvefis eru í brennidepli. Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan […]
Litadýrð og vatnaveröld | Fjölskyldustund

13 heilagar nætur I Menning á miðvikudögum

Myndlistarkonurnar Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon og Guðrún Vera Hjartardóttir kynna draumadagbók og ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur, sem tengjast einnig íslensku jólasveinunum.
Leiðsögn með Jóni B.K. Ransu

Ransu, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki, leiðir gesti um sýninguna sem stendur yfir í Gerðarsafni. Sýningarverkefnið „Fullt af litlu fólki“ skoðar hið andlega í listum. Titillinn er sóttur í efni fyrirlesturs sem austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner hélt árið 1922 um formmyndun mannseyrans.
17. júní

Við bjóðum gesti hjartanlega velkomna á Gerðarsafn á þjóðhátíðardaginn en frítt verður inn á safnið.
Mismunandi sjónarhorn I Menning á miðvikudögum

Jasper Bock, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki leiðir gesti um sýninguna, sem stendur nú yfir á Gerðarsafni. Í samtali mun hann hvetja gesti til að fanga mismunandi sjónarhorn sem örvar skynjun gesta og hefur áhrif á upplifun af sýningunni.
Listamannaspjall | Afrit

Listamennirnir Claudia Hausfeld og Pétur Thomsen, ásamt sýningarstjóranum Brynju Sveinsdóttur, leiða gesti um sýninguna Afrit, sunnudaginn 8. mars kl.15.
Gerður ferðalangur
