Menning á miðvikudögum | Kópavogskirkja

Miðvikudaginn 15. ágúst kl. 12:15 verður boðin hádegisleiðsögn um Kópavogskirkju með sr. Sigurði Arnarsyni sóknarpresti. Mun hann fræða gesti um steinda glugga Gerðar Helgadóttur sem prýða Kópavogskirkju ásamt því að gefa innsýn í framkvæmdir sem standa nú yfir á gluggum suðurhliðar kirkjunnar. Hluti glugganna hafa þegar verið teknir niður og sendir til viðgerða til Oidtmann […]
Leiðsögn | GERÐUResque

Gabriella Panarelli og Jóhanna Margrétardóttir, meistaranemendur í myndlist við LHÍ verða með leiðsögn laugardaginn 29. maí kl. 13.
Sumarbræðingur I 25. júní

Gerðarsafn mun iða af lífi fimmtudagskvöldið 25. júní, en þá verður Sumarbræðingur Menningarhúsanna í Kópavogi haldinn í annað sinn. Bræðingurinn hefst með jazztónleikum í Salnum kl. 17.00 og verður fylgt eftir með líflegri dagskrá í Gerðarsafni sem verður opið til kl. 21.00 ásamt veitingastaðnum Pure Deli.
Fyrirlestur með Didier Semin

Á föstudaginn 4. maí kl. 17:00 mun Didier Semin flytja fyrirlestur sinn: Visual Tricks. Modern Art, Military Camouflage and Animal Mimicry í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs. Eitt sinn var Gertrud Stein á göngu með Picasso í París á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar. Þau rákust þar á herskip í felulitum sem var á leið sinni að framvarðarlínunni. […]
Sýningarstjóraspjall | Menning á miðvikudögum

Brynja Sveinsdóttir, sýningarstjóri, leiðir gesti um sýninguna Afrit. Á sýningunni Afrit eru verk sjö samtímalistamanna sem ögra hugmyndum okkar um ljósmyndir sem glugga að raunveruleikanum. Sýningin er í senn könnun á óljósu eðli ljósmyndarinnar og leikur með möguleika miðilsins þar sem látið er reyna á þolmörk hans. Sýningin Afrit er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2020.
Fjölskyldustund | Sjálfsmyndasmiðja óháð tungumáli

Ljósmyndasmiðja þar sem unnið verður með sjálfsmyndir og ímyndir í tengslum við sýninguna Líkamleiki í Gerðarsafni.
Sýningarstjóraleiðsögn | GERÐUR esque

Ari Alexander Ergill Magnússon og Vala Pálsdóttir verða með sýningarstjóraspjall á íslensku föstudaginn 21. maí kl. 15.
Sumarspírur | Listasmiðjur

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á listasmiðjur í sumar fyrir börn á grunnskólaaldri. Smiðjurnar hefjast þann 28. júní, eru ókeypis og verða alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, milli 13.00 og 15.00, með fyrirvara um breytingar. Nánari upplýsingar verða birtar vikulega á facebook hópi sumarspíranna (sem er undir sama nafni) og í Kópavogspóstinum. Leikið verður með […]
Listasmiðja fyrir fullorðna | Hamraborg Festival

Verið velkomin á listasmiðju fyrir fullorðna föstudaginn 27. ágúst kl. 17:00.
Hlutbundin þrá | Sýningarstjóraleiðsögn

Velkomin á leiðsögn með Dagrúnu Aðalsteinsdóttur og Weixin Chong, sýningarstjórum, um sýninguna Hlutbundin þrá.
Opnun | Pure Deli

Veitingastaðurinn Pure deli opnar útibú í Gerðarsafni fimmtudaginn 15. nóvember. Pure deli hefur verið starfræktur í Urðarhvarfi um nokkurt skeið og við fögnum því sannarlega að fá huggulegan stað, frábærar veitingar og góða stemningu á jarðhæð safnsins. Á boðstólum verða hollar samlokur og vefjur, súpur og djúsar en auk þess gott kaffi og meðlæti. Um […]
Menning á miðvikudögum | Fullveldið og samstaðan

Sara Öldudóttir sýningarstjóri leiðir gesti um sýninguna „Einungis allir“ sem stendur yfir í Gerðarsafni. Sýningin er liður í listahátíðinni Cycle en þema hátíðarinnar, sem stóð yfir frá 25. – 28. október, var „Þjóð meðal þjóða“. Á hátíðinni var áleitnum spurningum sem varða frelsisbaráttu og þjóðernishugmyndir í samhengi við 100 ára fullveldisafmæli Íslands velt upp. Sýningin […]