Opið í dag

12:00-18:00

Fjölskyldustund | Glerperlur og Morse- kóði

Listakonan Anna Júlía kennir þáttakenndum að búa til sínar eigin perlusamsetningar með skilaboðum í Morse-kóða, í formi hálsfesta, armbanda eða óróa. Smiðjan verður óháð tungumáli og tala leiðbeinendur pólsku, þýsku, ensku og er markmiðið að byggja upp samskipti þvert á tungumál og menningarheima.

Fjölskyldustund | Gjörningastund með Styrmi

Laugardaginn 22. september kl. 13:00-15:00 á sér stað Fjölskyldustund sem listamaðurinn Styrmir Örn Guðmundson leiðir. Styrmir vinnur með gjörningalist, break dans, rapp/söng, teikningar, skáldverk, skúlptúr og leikstjórn. Á námskeiðinu sýnir hann þátttakendum hvernig þessi mismunandi listform geta fléttast saman inn í frásagnir sem verða að gjörningum.

Fjölskyldusmiðja | Skúlptúrsmiðja í Stúdíó Gerðar

Fyrsta Fjölskyldustund haustsins fer fram í öllum Menningarhúsunum og er ætlað að kynna öfluga dagskrá vetrarins. Í Stúdíó Gerðar á neðri hæð Gerðarsafns verður opin skúlptúrsmiðja þar sem óhefðbundin efni eru kynnt og listamaður verður á staðnum til að aðstoða fólk við samsetningu. Smiðjan hefst kl.13 og stendur til 15.

Leiðsögn | Afrit

Brynja Sveinsdóttur, sýningarstjóri leiðir gesti um sýninguna Afrit.

Klippimyndir í Stúdíó Gerðar

Stúdíó Gerðar er opið á hefðbundum tímum næstkomandi laugardag. Stúdíó Gerðar er opið fræðslurými þar sem börn og fullorðnir geta lært um list og skapað saman. Börn, fjölskyldur og aðrir gestir geta notið samverustunda við að spjalla og skapa í Stúdíói Gerðar. Í Stúdíói Gerðar eru haldnar fjölbreyttar smiðjur í tengslum við sýningar safnsins og […]

Uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðar

Verk barna sem gerð voru í smiðjum Barnamenningarhátíðar 16.-20. apríl verða til sýnis í Gerðarsafni. Dagskrá uppskeruhátíðarinnar gefur fjölskyldum færi á að upplifa það sem börnin hafa unnið að á hátíðinni.

Opnun | Líkamleiki

Sýningin Líkamleiki er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Á sýningunni eru verk átján samtímalistamanna sem vísa í líkamann og líkamleika á ýmsa vegu.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner