02.04.2022-29.05.2022
Sýningin Stöðufundur veitir innsýn inn í hugarheim og væntingar tíu listamanna sem eru í fararbroddi sinnar kynslóðar, án þess þó að ætla sér að vera heildrænt yfirlit yfir stöðu samtímalistar og bókmennta í dag. Sérstaða sýningarinnar liggur fremur í fókus hennar á persónulega upplifun listamannanna á sinni eigin fortíð, nútíð og framtíð og listrænni miðlun þess. Þá veitir samþætting listgreinanna tveggja, myndlistar og ritlistar, einstakt tækifæri til að eiga í samtali á þverfaglegum grundvelli og skapar listrænan skurðpunkt sem sýningin hverfist um.
Mynd: Fritz Hendrik, Electric Meeting, 2021
Myndir af sýningu: Vigfús Birgisson