Opið í dag

12:00-18:00

Þú hefur orðið

20.04.2023
–23.04.2023
IMG_9819-scaled

Ný verk eftir börn af unglingastigi Kársnesskóla, unnin í Barnamenningarviku út frá sýningunni Að rekja brot. Börnin velja sér orð og minningu sem þau vinna út frá í ólíkan efnivið.

Leiðbeinendur og sýningarstjórar: Melanie Ubaldo og Dýrfinna Benita Basalon.

„Við viljum vita hvað orð er þeim mikilvægt og vinna út frá því orði. Þetta gæti verið stökkpallur fyrir þau sem hafa áhuga að tjá sig á þennan máta og mögulega skapa myndlist í framtíðinni. Við viljum hvetja krakkana í áframhaldandi sköpun/listrænni tjáningu.

Markmiðið okkar er að dýpka skilning krakkana á sjálfsmynd þeirra og listrænni tjáningu. Við viljum gefa þeim öruggt rými til að tala um þeirra upplifun og skoðanir og setja fram í listaverki.“ 

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner