Heimsókn

Fjöldatakmörkun miðast við 10 einstaklinga skv. tilmælum frá almannavörnum.
Grímuskylda er á safninu. 

Gerðarsafn er framsækið nútíma- og samtímalistasafn í Kópavogi. Gerðarsafn býður upp á fjölbreytt sýningarhald á verkum íslenskra og erlendra samtímalistamanna samhliða sýningum úr safneign. Starfsemi safnsins endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu, Gerðar Helgadóttur (1928-1975).

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á safninu og komið til móts við einstaklinga og hópa fólks með sérþarfir. Best er að nota aðalinngang. Lyfta er á staðnum. 

Strætóleiðir:
Leið 1: Hlemmur; Kópavogur; Garðabær; Fjörður; Vellir. Tímasetning á 15 mínutna fresti - sjá hér
Leið 2: Hlemmur; Kringlan; Hamraborg; Smáralind; Salahverfi. Tímasetning á 30 mínutna fresti - sjá hér

Gerðarsafn er opið alla daga kl. 10-17 

Lokað er dagana 1. janúar, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudagur, aðfangadag, jóladag og gamlársdag.

Skrifstofa Gerðarsafns staðsett í Hamraborg 4 er opin alla virka daga kl. 9:00-17:00
Sími: 441 7600