Gerðarverðlaunin

Gerður Helgadóttir (1928-1975) tók fyrst íslenskra kvenna forystu í höggmyndalist og var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist hérlendis. Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar er leiðarstefið í starfi Gerðarsafns þar sem verk hennar og arfleifð eru virkjuð í samtali við samtímalist og hugðarefni samtímans.

Gerðarsafn stendur að myndlistarverðlaunum til stuðnings við höggmyndalist hérlendis. Verðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt árlega framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk.

2021

G81A0039.jpg

Gerðarverðlaunin voru veitt í annað sinn í lok árs 2021.

Verðlaunin hlaut Þór Vigfússon fyrir ríkulegt framlag sitt til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi.

Á 45 ára ferli sínum hefur Þór víða komið við og ætíð fundið persónulega leið í listsköpun sinni en í rökstuðningi dómnefndar segir:

Verk Þórs hafa alla tíð legið á mörkum flatar og þrívíddar og í seinni tíð eru þau einföld á yfirborðinu; gerð úr gleri, plexigleri, speglum eða formica með einlitum hreinum flötum. Þau hafa mörg einkenni minimalismans, eru tæknilega vel unnin og í þeim er oft falin stöflun, endurtekning eða samhverfa sem brotin er upp með hreinum litaflötum. Speglun verkanna virkar þannig að mörkin á milli flatar og þrívíddar verða óljós og breytast eftir afstöðu áhorfandans.
Önnur verkasería Þórs er allt að því alger andstæða þessara verka, en það eru flækjuskúlptúrar hans úr hreinum iðnaðarefnum, sem hann hnoðar saman og beygir og sveigir í mikla hnúta. Þessi ólíku verk Þórs Vigfússonar bera í sér sterk höfundareinkenni.

Þór Vigfússon (f. 1954) býr og starfar í Reykjavík og á Djúpavogi. Hann lærði í Hollandi og á Íslandi. Verk Þórs hafa verið sýnd á fjölda einka- og samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Þór Vigfússon er einn af skipuleggjendum verkefnisins Rúllandi snjóbolti en það er árleg samtímalistasýning og residensía á Djúpavogi, sem hóf göngu árið 2014. Sýningin er haldin á sumrin í Bræðslunni á Djúpavogi og er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen, Kína.

þo´r-vigfu´s-1.jpg

Untitled, 2021 enameled glass 90 x 150 cm
5 panels each: 90 x 30 cm (ÞV0373)

Courtesy of the artist and i8 Gallery, Reykjavik.

þo´r-vigfu´s-2.jpg

Untitled, 2004
mdf, acrylic with lacquer finish diameter: 60 cm
(ÞV0359)

Courtesy of the artist and i8 Gallery, Reykjavik.

-V0015-image.jpg

Untitled, 2003 enameled glass Each panel: 150 x 50 cm (ÞV0015)

Courtesy of the artist and i8 Gallery, Reykjavik.

Mynd af verki Þórs Vigfússonar.jpg

Untitled, 2017, coloured aluminium wire, 11,5 x 12 x 10 cm.

Courtesy of the artist and i8 Gallery, Reykjavik.

2020

Gerðarverðlaunin274.jpg


Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn 17. desember 2020 og styrkt af Safnasjóði. 

Fyrsti verðlaunahafi Gerðarverðlaunanna var Rósa Gísladóttir fyrir metnaðarfullt og kröftugt framlag til höggmyndalistar.

Í rökstuðningi dómnefndar segir:

Verk Rósu eru könnun á geometríu og klassískri formgerð með vísunum í arkitektúr og rússneskan konstrúktivisma. Skúlptúrar hennar spila á mörkum þess klassíska og nútímalega jafnframt í fagurfræði og efnisnotkun. Verk í við, gifs, keramik og gler skapa samspil við umhverfi sitt hvort sem það er staðbundið verk í borgarlandslagi eða skúlptúrar sem hverfast um sýningarrými.

Rósa Gísladóttir (f. 1957) nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Verk hennar hafa verið sýnd víða hérlendis og erlendis, þar á meðal í Scandinavia House í New York, Saatchi Gallery í London, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafni Árnesinga og Berg Contemporary.

rósa.png

Come l'acqua come l'oro... / Like Water Like Gold... , Trajan's Market Rome, 2012

berg_intrA.png

Medium of Matter, Berg Contemporary, 2019

rósa2.png

Fragments of Memory, Berg Contemporary, 2019

rósa2.jpg

Demanturinn, Byggðastofnun, 2020