Safnbúð

Safnbúð Gerðarsafns er opin milli 11:00 og 17:00 alla daga nema mánudaga. Nú standa yfir aðventutilboð á einstaka vörum s.s. á veggspjöldum með verkum Gerðar Helgadóttur, kortapökkum, minnisbókum og fleiru. 

+Keramik skálar Hönnu Margrétar Einarsdóttur eru einnig tilvaldar í jólapakkann en þær koma í fimm stærðum og er hver og ein einstök. Enn eru til örfá eintök af Litlu Hafpulsunni í leir útgáfu eftir listakonuna Steinunni Gunnlaugsdóttur en upprunaverkið prýðir enn Reykjavíkurtjörn.