Langur fimmtudagur | Grakkarnir kynna „Soldið spes“

28.10.2021 17:00 - 20:00

Grakkarnir ungmennaráð Gerðarsafns bregða á leik á fimmtudagskvöldið 28. október, á löngum fimmtudegi í Gerðarsafni.

Boðið verður upp á skringilegheitamarkað, póstmódernísk listaverk og innsetningar, stórar spurningar - lítil svör, kastboltamálverk og emo listaverk!

Unglingaráð Gerðarsafns, Grakkarnir, störfuðu inni á safninu í sumar með það að leiðarljósi að gera Gerðarsafn unglingavænna og vekja áhuga á list meðal ungs fólks.

Síðasta fimmtudaginn í mánuði er opið til kl. 20 á Gerðarsafni og aðgangur ókeypis frá kl. 17.

Verið öll velkomin!