Gerðarsafn er framsækið nútíma- og samtímalistasafn í Kópavogi. Gerðarsafn býður upp á fjölbreytt sýningarhald á verkum íslenskra og erlendra samtímalistamanna samhliða sýningum úr safneign. Starfsemi safnsins endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu, Gerðar Helgadóttur (1928-1975).
Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á safninu og komið til móts við einstaklinga og hópa fólks með sérþarfir. Best er að nota aðalinngang, að ofanverðu. Lyfta er á staðnum.
Strætóleiðir: Leið 1: Hlemmur; Kópavogur; Garðabær; Fjörður; Vellir. Tímasetning á 15 mínutna fresti – sjá hér Leið 2: Hlemmur; Kringlan; Hamraborg; Smáralind; Salahverfi. Tímasetning á 30 mínutna fresti – sjá hér Gerðarsafn er opið alla daga kl. 12-18
Lokað er dagana 1. janúar, föstudaginn langa, páskadag, hvítasunnudagur, aðfangadag, jóladag og gamlársdag.
Aðgangseyrir er 1200 kr
600 kr fyrir aldraða og námsmenn
Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.
Árskort:
Fullorðnir: 2800 kr.
Námsmenn og aldraðir: 1800 kr.
Skrifstofa Gerðarsafns staðsett í Hamraborg 4 er opin alla virka daga kl. 9:00-17:00 Sími: 441 7600