Opið í dag

12:00-18:00

Valgerður Briem

Heimilisteikning

1969
Efni Safneign
Stærð  21,2 x 14,8 cm.

Eftir Valgerði Briem liggur fjöldinn allur af heimilisteikningum sem hún gerði árið 1969. Þetta verk nefnist Horn út við svaladyr í stofu. Verkið er 21,2 x 14,8 cm að stærð og er teikning á pappír.

Listakonan og myndlistarkennarinn Valgerður Briem (1914-2002) nam myndlist í Svíþjóð á árunum 1945-1947. Hún kenndi við myndlista- og handíðaskólann og Austurbæjarskóla og notaðist við fjölbreyttar aðferðir í kennslunni. Fyrrverandi nemendur Valgerðar vilja meina að mikill frumleiki og metnaður hafi einkennt kennsluna og skólastofuna hjá Valgerði Briem. Hún hvatti nemendur sína til ástríðufullrar tjáningar og lagði mikið upp úr tengslum við skynjun. Ásamt því að kenna sinnti Valgerður list sinni að kappi og skapaði hún m.a. ótal teikningar, vatnslitamyndir og grafíkverk.

Verk Valgerðar Briem gefa til kynna að um var að ræða einstaklega hæfileika og hugmyndaríka listakonu. Verk hennar urðu aldrei mjög þekkt meðal almennings og hefur hún stundum verið kölluð huldukona íslenskrar myndlistar.

Í safneign Gerðarsafns er að finna 1.640 teikningar og grafíkverk eftir Valgerði sem erfingjar hennar færðu safninu.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner