Opið í dag

12:00-18:00

Gerður Helgadóttir

Samklipp

1953
Efni Safneign

Í þessu samklippuverki má sjá geómetrísk form spila skemmtilega saman, stór sem smá. Verkið er 41,5 x 25 cm að stærð. Þau hafa verið klippt út og límd á flötinn. Hún notaðist m.a. við litaðan pappír í rauðum, gulum, svörtum og gráum lit. Hluti af geómetrísku formunum í verkinu eru hvöss og sterk meðan önnur eru hornrétt. Á sýningunni Geómetría sem stóð yfir á Gerðarsafni í lok árs 2022 mátti finna tvær samklippimyndir eftir Gerði. Í safnbúð Gerðarsafns er hægt að kaupa eftirprent af samklippumyndum hennar sem óneitanlega fer vel á vegg á heimilinu eða annars staðar.

Gerður Helgadóttir fæddist árið 1928 og lést 1975 og því var listrænn ferill Gerðar fremur stuttur, eða um 30 ár. Þrátt fyrir stuttan feril skildi hún eftir sig gífurlegan fjölda listaverka. Hún var búsett í París mestallan starfsferil. Eins og margir vita vann Gerður með ýmis efni í listsköpun sinni og er óhætt er að segja að sköpunarkraftur og afburða listrænir hæfileikar hafi verið hennar náðargáfa. Gerður var stórhuga og var nálgun hennar í listinni tilraunakennd.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner