Opið í dag

12:00-18:00

Valgerður Briem

Teikning

Efni Safneign

Listakonan og myndlistarkennarinn Valgerður Briem (1914-2002) nam myndlist í Svíþjóð á árunum 1945-1947. Hún kenndi við myndlista- og handíðaskólann og Austurbæjarskóla og notaðist við fjölbreyttar aðferðir í kennslunni. Ásamt því að kenna sinnti Valgerður list sinni að kappi og skapaði hún m.a. ótal teikningar og vatnslitamyndir. Verk Valgerðar Briem gefa til kynna að um var að ræða einstaklega hæfileika og hugmyndaríka listakonu. Verk hennar urðu aldrei mjög þekkt meðal almennings. Fyrrverandi nemendur Valgerðar m.a. listamaðurinn Erró vilja meina að mikill frumleiki og metnaður hafi einkennt kennsluna og skólastofuna hjá Valgerði Briem.

Þessi teikning Valgerðar sýnir einföld form sem minna helst á skeljar. Hún teiknar þær þétt upp við hvor aðra og er mikil hreyfing í myndinni.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner