Opið í dag

12:00-18:00

Max Mollon | Design Fiction Club

Þriðjudaginn 8. maí kl. 17 mun svissneskir hönnuðurinn Max Mollon halda Design Fiction Club í tilefni sýningarinnar MA 2018. Design fiction club er opinber umræðuvettvangur fyrir samtímahönnun sem einblínir á nýja hætti hönnunar og möguleika þeirra til að rýna í og hafa áhrif á hagkerfi, iðnað og menningu. DFC hefur verið reglulegur viðburður á safninu Gaité […]

Sumardagurinn fyrsti

Opið í Menningarhúsunum. Kubbur, botcha og húllahringir á útivistarsvæði, borðspil og teikniaðstaða á Bókasafni og í Stúdíói Gerðar í Gerðarsafni.

Leiðsögn um alsjáandi | Vetrarhátíð í Kópavogi

Sýningastjórarnir Anna Karen Skúladóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir bjóða upp á leiðsögn um sýninguna Alsjáandi – ósamþykktar skissur Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju og Sigurður Arnarson, sóknarprestur, fjallar um steinda glugga Gerðar Helgadóttur. Viðburðurinn er hluti af Vetrarhátíð í Kópavogi 2021.

Slaka & skapa

Eldri borgurum er boðið á viðburðinn Slaka & Skapa með Thelmu Björk Jónsdóttir sem fer fram í Gerðarsafni listasafni Kópavogs. Skoðuð verða tengslin milli hugleiðslu og handverks í gegnum teygjur og öndunar- og slökunaræfingar sem Thelma hefur þróað. Áhugasömum er boðið að halda hugleiðslu áfram með því að taka þátt í handverksvinnu á borð við […]

Einungis allir | leiðsögn

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna „Einungis allir“ næstkomandi sunnudag 9. desember kl. 15. Sýningin er liður í listahátíðinni Cycle 2018 en þema hátíðarinnar var „Þjóð meðal þjóða“. Á hátíðinni var áleitnum spurningum sem varða frelsisbaráttu og þjóðernishugmyndir í samhengi við 100 ára fullveldisafmæli Íslands velt upp.  Út frá þessum hugleiðingum opnar sýningin Einungis allir […]

Útskriftarviðburður listkennsludeildar LHÍ

Laugardaginn 26. maí 2018 bjóða meistararanemar í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands til útskriftarviðburðar í Menningarhúsin í Kópavogi / Culture Houses of Kópavogur. Þar kynna útskriftarnemendurnir lokaverkefni sín með margskonar hætti og gefst gestum meðal annars kostur á að taka þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum smiðjum sem eru lýsandi fyrir lokaverkefni nemenda. Dagskrá stendur yfir frá kl. 13- 16, opin […]

Tónleikar Bachelsis

Sumartónleikar Bachelsis verða haldnir næstkomandi fimmtudag, 12. júlí, kl. 18. í sýningarsal Gerðarsafns, innan um verk Gerðar Helgadóttur á yfirstandandi sýningu safnsins; Gerður: Yfirlit. Bachelsi samanstendur af fiðluleikurunum Ingibjörgu Ástu Guðmundsdóttur og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur en þær kynntust við nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Í sumar hafa þær tekið fyrir tónverk J. S. Bach […]

Leiðsögn | Fatahönnun

Leiðsagnir sýningarstjóra um útskriftarsýningu hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri sem stendur í Gerðarsafni fara fram sunnudaginn 6. september.

Útlína I Opnunarviðburður

Velkomin á opnunarviðburð sýningarinnar Útlína með verkum, skissum og rannsóknarefni tíu nútíma- og samtímalistamanna úr safneign Gerðarsafns. Sýningarstjórarnir Brynja Sveinsdóttir og Hrafnhildur Gissurardóttir bjóða gestum í spjall um sýninguna og verður teiknileikur í boði fyrir yngstu gestina, sem listamaðurinn Edda Mac mun leiða. Opnunarviðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu og léttar veitingar í boði. Útlína er […]

Sumarspírur Menningarhúsanna í Kópavogi

Menningarhúsin í Kópavogi hafa fengið til liðs við sig öfluga sumarstarfsmenn sem munu standa fyrir skapandi og fræðandi smiðjum kl. 13-15 alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga í sumar, fram til 7. ágúst.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner