Opið í dag

12:00-18:00

Listamannaspjall | Þegar allt kemur til alls

Listamennirnir Hildigunnur Birgisdóttir og Þór Sigurþórsson ræða um verk sín á sýningunni Þegar allt kemur til alls, ásamt sýningarstjórunum Brynju Sveinsdóttur og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, laugardaginn 22. ágúst kl. 16.00. Þegar allt kemur til alls er samsýning með verkum eftir tólf íslenska samtímalistamenn. Verkin hafa verið sérvalin út frá því hvernig fegurðin í hversdagsleikanum, léttleiki, […]

ALDA

ALDA er áhrifarík innsetning á mörkum dans og myndlistar, flutt af hópi kvendansara, þar sem danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir sækir í sögu líkamlegrar vinnu kvenna og skoðar sérstaklega endurteknar hreyfingar og söngva, með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir nána kvenlæga samveru, samhug og samruna.

Sýningaleiðsögn með Brynju Sveinsdóttur

Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns og sýningastjóri, býður upp á leiðsögn um sýningar Santiago Mostyn & Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar miðvikudaginn 9.mars kl. 12:15.Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Vetrarfrí í Kópavogi

Leiðsögn, listasmiðjur, föndur og bíó eru á meðal þess sem verður í boði 17. – 19. febrúar í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs.

17. júní í Kópavogi

Þjóðhátíðardaginn 17. júní munu Menningarhúsin í Kópavogi kynna til leiks nýtt og spennandi sumarverkefni fyrir alla fjölskylduna sem kallast Söfnum sumri.

Menning á miðvikudögum | Jöklabreytingar á Íslandi: Fortíð, nútíð og framtíð

Oddur Sigurðsson jarðfræðingur og sérfræðingur á sviði jöklafræði fjallar um bráðnun jökla og loftslagsbreytingar innan viðburðaraðarinnar Menning á miðvikudögum. Erindið fer fram í Náttúrufræðistofu Kópavogs en að því loknu verður gestum boðið að fá leiðsögn um valin verk á sýningunni Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum í Gerðarsafni.

Kynning á heilögum dönsum Gurdjieff I Menning á miðvikudögum

Kennarinn og listakonan Sati Katerina Fitzova kynnir heilaga dansa Gurdjieff. Dansarnir byggjast á mörg þúsund hreyfingum sem grísk-armeníski heimspekingurinn George Ivanovich Gurdjieff safnaði saman á ferli sínum og byggjast á hefðbundnum dönsum ýmissa trúarbragða. Sati segir frá ótrúlegu lífshlaupi Gurdjieff ásam því að kenna hreyfingarnar sem eiga að stuðla að sjálfsskoðun og aðstoða við sjálfsnám.

Leiðsögn | Vöruhönnun

Leiðsagnir sýningarstjóra um útskriftarsýningu hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri sem stendur í Gerðarsafni fara fram sunnudaginn 6. september.

Drekasmiðja I Fjölskyldustund

Drekasmiðja með listakonunum Guðrúnu Veru Hjartardóttur og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur í tengslum við sýninguna Fullt af litlu fólki. Á þessum tíma árs er haldið uppá Mikjálsmessu um allan heim, hátíðin sem ber nafn Mikjáls erkiengils, sem háði baráttu við Drekann ógurlega. Í smiðjunni verður kennt hvernig hægt er að gera dreka úr léttum efnum og hvernig maður […]

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner