Sumardraumar á sautjándanum

Draumkennd tónlist, draumafangarasmiðja og ævintýraþrautin Draumaslóð er á meðal þess sem boðið verður upp á 17. júní þegar Menningarhúsin í Kópavogi, ásamt listafólki á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi, taka saman höndum um metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa undir yfirskriftinni Sumardraumar á sautjándanum.
Ljós og skuggar I Foreldramorgnar

Ungabörnum og foreldrum þeirra er boðið í skapandi samverustund á Gerðarsafni. Listaverk og umhverfið verður skoðað með skynjunarkubbum sem birta liti, form og ljós.
Hrist ryk á steini | Samtal um sýningu Ólafar Helgu Helgadóttur

Brynja Sveinsdóttir ræðir við Ólöfu Helgu Helgadóttur, myndlistarmann, í tilefni sýningarinnar SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR sem nú stendur yfir í Gerðarsafni en þar má sjá tvær einkasýningar á verkum Ólafar Helgu Helgadóttur og Magnúsar Helgasonar.
Krakkaleiðsögn með Sprengju-Kötu | Vetrarhátíð í Kópavogi

Sprengju-Kata verður með krakkaleiðsögn um sýninguna Skúlptúr Skúlptúr í Gerðarsafni en þar sýna Ólöf Helga Helgadóttir og Magnús Helgason verk sín á tveimur einkasýningum.
Fjölskyldustund | Skúlptúr heimar

Laugardaginn 6. október frá 13:00-15:00 fer fram landslags skúlptúrsmiðja með listakonunni Steinunni Önnudóttur. Steinunn er einn af listamönnum sýningarinnar SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR á Gerðarsafni. Verk hennar á sýningunni nefnist Manngert – fyrir þá hógværu og sýnir afstætt landslag með fjöllum og húsum í framandi heimi. Skúlptúrar Steinunnar eru úr fjölbreyttum efnivið, svo sem keramik, striga, leir, svampi, […]
Leiðsögn sýningarstjóra | Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum

Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum
Barnamenningarhátíð I Hreyfimyndasmiðja og sýningin Fögnum fjölbreytileikanum

13:00 – 16:00 | Hreyfimyndasmiðja
Cycle | gjörningar og sýningarstjóraspjall

Í tilefni listahátíðarinnar Cycle fer fram gjörningur og sýningarstjóraspjall laugardaginn 27.október í Gerðarsafni. Auk þess mun gjörningar og opnun eiga sér stað í Kópavogslaug, Bókasafni Kópavogs og Midpunkt, Hamraborg 22, sama dag.
Kvöldopnun | Alltumlykjandi

Fimmtudagskvöldið 3. september býður Gerðarsafn upp á lengdan opnunartíma eða til kl. 21.00 í tilefni af útskriftarsýningu nemenda í hönnun og arkitektúr. Á sýningunni Fjörutíu skynfæri má sjá verk eftir nemendur sem útskrifuðust úr hönnun og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands í júní 2020. Á neðri hæð safnsins mun Alltumlykjandi framlag nemenda í fatahönnun opna fyrir almenning fimmtudaginn 3. […]
Leiðsögn listamanns | Hamraborg Festival

Safnanótt á Vetrarhátíð

Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Frítt er inn á söfnin og einnig í sérstakan Safnanæturstrætó sem gengur á milli safnanna. Dagskráin í Gerðarsafni: 18:00 – 21:00 Kvik strik teiknileikur Edda Mac, listakona og samstarfsaðili Gerðarsafns við gerð bókarinnar Kvik strik, kynnir […]
Farfugl | Wędrowniczek | Fjölskyldustundir á laugardögum
