Opið í dag

12:00-18:00

Geirfuglinn sem táknmynd aldauðans | Menning á miðvikudögum

Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor emeritus við HÍ, fjallar um geirfuglinn sem táknmynd aldauða í hádegiserindi í Gerðarsafni. Erindið er haldið í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, „Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum“ þar sem samspil manna, dýra, náttúru og umhvefis eru í brennidepli. Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan […]

13 heilagar nætur I Menning á miðvikudögum

Myndlistarkonurnar Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon og Guðrún Vera Hjartardóttir kynna draumadagbók og ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur, sem tengjast einnig íslensku jólasveinunum.

Bachelsi

Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mynda saman tvíeykið Bachelsi, en í sumar taka þær fyrir tónverk J. S. Bach og nálgast þau á nýjan hátt. Verkefnið er hluti af Skapandi sumarstörfum á vegum Kópavogsbæjar.

Leiðsögn með Jóni B.K. Ransu

Ransu, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki, leiðir gesti um sýninguna sem stendur yfir í Gerðarsafni. Sýningarverkefnið „Fullt af litlu fólki“ skoðar hið andlega í listum. Titillinn er sóttur í efni fyrirlesturs sem austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner hélt árið  1922 um formmyndun mannseyrans.

17. júní

Við bjóðum gesti hjartanlega velkomna á Gerðarsafn á þjóðhátíðardaginn en frítt verður inn á safnið.

Mismunandi sjónarhorn I Menning á miðvikudögum

Jasper Bock, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki leiðir gesti um sýninguna, sem stendur nú yfir á Gerðarsafni. Í samtali mun hann hvetja gesti til að fanga mismunandi sjónarhorn sem örvar skynjun gesta og hefur áhrif á upplifun af sýningunni.

Vetrarfrí I Sköpun í Stúdíói Gerðar

Í vetrarfríinu dagana 5. og 6. mars verður boðið upp á skapandi samverustundir í Stúdíói Gerðar. Börn, fjölskyldur og aðrir gestir geta gert listaverk úr spennandi efnivið, leikið með form og liti og gert stóra skúlptúra úr risakubbum safnsins.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner