Geirfuglinn sem táknmynd aldauðans | Menning á miðvikudögum
Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor emeritus við HÍ, fjallar um geirfuglinn sem táknmynd aldauða í hádegiserindi í Gerðarsafni. Erindið er haldið í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, „Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum“ þar sem samspil manna, dýra, náttúru og umhvefis eru í brennidepli. Aðgangur ókeypis og öll velkomin meðan […]
Litadýrð og vatnaveröld | Fjölskyldustund
13 heilagar nætur I Menning á miðvikudögum
Myndlistarkonurnar Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir/ÚaVon og Guðrún Vera Hjartardóttir kynna draumadagbók og ferlið í gegnum hinar þrettán heilögu nætur, sem tengjast einnig íslensku jólasveinunum.
Bachelsi
Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir mynda saman tvíeykið Bachelsi, en í sumar taka þær fyrir tónverk J. S. Bach og nálgast þau á nýjan hátt. Verkefnið er hluti af Skapandi sumarstörfum á vegum Kópavogsbæjar.
Leiðsögn með Jóni B.K. Ransu
Ransu, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki, leiðir gesti um sýninguna sem stendur yfir í Gerðarsafni. Sýningarverkefnið „Fullt af litlu fólki“ skoðar hið andlega í listum. Titillinn er sóttur í efni fyrirlesturs sem austurríski mannspekingurinn Rudolf Steiner hélt árið 1922 um formmyndun mannseyrans.
17. júní
Við bjóðum gesti hjartanlega velkomna á Gerðarsafn á þjóðhátíðardaginn en frítt verður inn á safnið.
Mismunandi sjónarhorn I Menning á miðvikudögum
Jasper Bock, einn af sýningarstjórum Fullt af litlu fólki leiðir gesti um sýninguna, sem stendur nú yfir á Gerðarsafni. Í samtali mun hann hvetja gesti til að fanga mismunandi sjónarhorn sem örvar skynjun gesta og hefur áhrif á upplifun af sýningunni.
Gerður ferðalangur
Sumarbræðingur í Kópavogi
Sumarið er mætt í Menningarhúsin í Kópavogi!
Fjölskyldulistsmiðja á Jónsmessu | Langur fimmtudagur
Leiðsögn listamanna | Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum
Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum
Vetrarfrí I Sköpun í Stúdíói Gerðar
Í vetrarfríinu dagana 5. og 6. mars verður boðið upp á skapandi samverustundir í Stúdíói Gerðar. Börn, fjölskyldur og aðrir gestir geta gert listaverk úr spennandi efnivið, leikið með form og liti og gert stóra skúlptúra úr risakubbum safnsins.