Opið í dag

12:00-18:00

Menning á miðvikudögum | Jöklabreytingar á Íslandi: Fortíð, nútíð og framtíð

Oddur Sigurðsson jarðfræðingur og sérfræðingur á sviði jöklafræði fjallar um bráðnun jökla og loftslagsbreytingar innan viðburðaraðarinnar Menning á miðvikudögum. Erindið fer fram í Náttúrufræðistofu Kópavogs en að því loknu verður gestum boðið að fá leiðsögn um valin verk á sýningunni Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum í Gerðarsafni.

Kynning á heilögum dönsum Gurdjieff I Menning á miðvikudögum

Kennarinn og listakonan Sati Katerina Fitzova kynnir heilaga dansa Gurdjieff. Dansarnir byggjast á mörg þúsund hreyfingum sem grísk-armeníski heimspekingurinn George Ivanovich Gurdjieff safnaði saman á ferli sínum og byggjast á hefðbundnum dönsum ýmissa trúarbragða. Sati segir frá ótrúlegu lífshlaupi Gurdjieff ásam því að kenna hreyfingarnar sem eiga að stuðla að sjálfsskoðun og aðstoða við sjálfsnám.

Leiðsögn | Vöruhönnun

Leiðsagnir sýningarstjóra um útskriftarsýningu hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri sem stendur í Gerðarsafni fara fram sunnudaginn 6. september.

17. júní í Kópavogi

Þjóðhátíðardaginn 17. júní munu Menningarhúsin í Kópavogi kynna til leiks nýtt og spennandi sumarverkefni fyrir alla fjölskylduna sem kallast Söfnum sumri.

Drekasmiðja I Fjölskyldustund

Drekasmiðja með listakonunum Guðrúnu Veru Hjartardóttur og Sigrúnu Halldóru Gunnarsdóttur í tengslum við sýninguna Fullt af litlu fólki. Á þessum tíma árs er haldið uppá Mikjálsmessu um allan heim, hátíðin sem ber nafn Mikjáls erkiengils, sem háði baráttu við Drekann ógurlega. Í smiðjunni verður kennt hvernig hægt er að gera dreka úr léttum efnum og hvernig maður […]

Fjölskyldustund

Eiga seiðkarlar og galdrakonur eitthvað sameiginlegt með nútíma vísindamönnum? Fjölskyldum er boðið að gera tilraunir og kynnast alvöru göldrum! Viðburðurinn fer fram í Geislahvelfingunni á útisvæði Menningarhúsanna.

Opnun | Skýjaborg

Verið velkomin á sýningaropnun! Skýjaborg verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn 6. mars kl. 17.

Útlína | Opnunarviðburður

Velkomin á opnunarviðburð sýningarinnar Útlína með verkum, skissum og rannsóknarefni tíu nútíma- og samtímalistamanna úr safneign Gerðarsafns. Sýningarstjórarnir Brynja Sveinsdóttir og Hrafnhildur Gissurardóttir bjóða gestum í spjall um sýninguna og verður teiknileikur í boði fyrir yngstu gestina, sem listamaðurinn Edda Mac mun leiða. Opnunarviðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu og léttar veitingar í boði. Útlína er […]

Fjölskyldustund | Kviksjá

Í tengslum við Sýninguna Ó, hve hljótt verður kviksjá viðfangsefni fjölskyldustundarinnar í Gerðarsafni sem Hrund Atladóttir mun leiða. Kviksjá eða kaleidóskóp er rörlaga leikfang sem er alsett speglum að innanverðu sem endurspegla litlar skrautflygsur á borð við glerbúta, perlur eða speglabrot sem komið hafa verið fyrir í rörinu. Þegar horft er í kviksjána má sjá […]

Sunnudagsleiðsögn með safnstjóra | Gerður | Yfirlit

Sunnudaginn 19. ágúst kl. 15 verður haldin leiðsögn um sýninguna Gerður: Yfirlit. Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, safnstjóri Gerðarsafns, mun leiða gesti í gegnum sýninguna sem tekur breytingum síðar í mánuðinum.