Viskustykki
Guðný Margrét Eyjólfsdóttir og Iðunn Gígja Kristjánsdóttir Listadúóið Viskustykki sýnir eggjandi vídeó og fremur alræmdan eggja gjörning, algjört áhættuatriði! Einbeitingin er í hámarki, en það er samt aldrei stutt í glensinn hjá þessum tveim. Gjörningurinn fer fram klukkan 12 að hádegi, en innsetningin stendur yfir út daginn Viskustykki er hugarfóstur Guðnýjar Margrétar og Iðunnar Gígju. […]
Orðaskipti
Melkorka Gunborg Briansdóttir, Júlía Gunnarsdóttir og Stefanía Stefánsdóttir Verið öll velkomin á hádegisviðburð Orðaskipta í Gerðarsafni. Fimmtudaginn 18. júlí klukkan 12 verður ein fjögurra stuttmynda þeirra Júlíu, Melkorku og Stefaníu í skapandi sumarstörfum sýnd á neðri hæð safnsins, í rýminu bak við stigann. Í myndinni Busl er kafað djúpt ofan í þjóðarsálina, en sundmenningin er […]
Rólegan æsing
Verkefnið Rólegan Æsing er dansverk sem þær Birta Ásmundsdóttir og Inga María Olsen munu vinna að í sumar. Þær voru sendar í skammarkrókinn, eins og oft áður. Reglurnar í skammakróknum eru skýrar en alls ekki skemmtilegar, allavega að þeirra mati. En, í þetta skiptið eru þær ekki einar þar sem að þið voruð öll send […]
Komd’inn | Perúskar stuttmyndir
Verið velkomin á sýningu fjögurra stuttmynda eftir perúska listamanninn Rafael Hastings (1945-2020), The Unconditioned Unconcealment (Four Short Films on the Act of Disappearing) frá 1974, sunnudaginn 16. júní kl. 15:00 í Gerðarsafni. Einnig verður sýnd stutt heimildarmynd um yfirfærslu stuttmyndanna á stafrænt form. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin. Rafael Hastings (1945-2020) var perúskur […]
Leiðsögn á spænsku | Hér á ég heima
Verið velkomin á leiðsögn á spænsku með Yuliönu Palacios, laugardaginn 8. júní kl. 14:00 í Gerðarsafni. Hér á ég heima er myndbandsinnsetning þar sem kafað er í það hvernig við festum rætur og búum okkur heimili í nýju umhverfi. Listakonan dregur upp innilega og hjartanæma mynd af ferðalagi innflytjandans; viðleitninni til að aðlagast og finnast […]
Hljóðheimur Fossvogs | Erindi og gjörningur
Verið velkomin á erindi og gjörning við útilistaverkið Hljóðheimur Fossvogs, laugardaginn 8. júní kl. 15:00 í Fossvogsdalnum, rétt hjá Víkingsheimilinu (GPS hnit: 64.116057, -21.857192).Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin að koma! Verkið er tímabundið útilistaverk sem virkjar samtal milli listar og náttúru og er afurð evrópsks samstarfsverkefnis sem Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs eru […]
Sýningaropnun | Yuliana Palacios á Listahátíð í Reykjavík
Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar Hér á ég heima í Gerðarsafni sunnudaginn 2.júní kl 15:00. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Hér á ég heima er myndbandsinnsetning eftir Yuliönu Palacios þar sem kafað er í það hvernig við festum rætur og búum okkur heimili í nýju umhverfi. Listakonan dregur upp innilega og hjartnæma mynd […]
Palestínsk útsaumssmiðja á löngum fimmtudegi
Gerðarsafn býður upp á listsmiðju á löngum fimmtudegi þar sem þátttakendur kynnast palestínsku útsaumshefðinni tatreez. Leiðbeinandi er Oroob AbuShawareb. Nánar: Palestínska útsaumshefðin tatreez er lifandi og frjó handverkshefð sem byggir á aldagömlum grunni og hefur verið á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningaraf heimsins frá 2021. Hefðin einkennist af fjölbreyttum og litríkum mynstrum sem saumuð eru […]
Myndlist og náttúra
Verið hjartanlega velkomin á alþjóðlegu ráðstefnuna Myndlist og náttúra á vegum Gerðarsafns. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að tengslum myndlistar og náttúru með sérstakri áherslu á listkennslu og fræðslustarfi listasafna. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Louisiana (DK), Moderna Museet (SE), Beyeler Foundation (CH) og Stiftung Kunst und Natur (DE) og veitir dýrmæta innsýn inn […]
Myndlist og náttúra
Verið hjartanlega velkomin á alþjóðlegu ráðstefnuna Myndlist og náttúra á vegum Gerðarsafns. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að tengslum myndlistar og náttúru með sérstakri áherslu á listkennslu og fræðslustarfi listasafna. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Louisiana (DK), Moderna Museet (SE), Beyeler Foundation (CH) og Stiftung Kunst und Natur (DE) og veitir dýrmæta innsýn inn […]
Foreldramorgunn
Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Boðið verður upp á stutta sýningarleiðsögn kl. 11 fyrir þau sem vilja en annars er opið hús á milli 10 og 12.Tilvalið […]
Hér á ég heima
Hér á ég heima er myndbandsinnsetning eftir Yuliönu Palacios þar sem kafað er í það hvernig við festum rætur og búum okkur heimili í nýju umhverfi. Listakonan dregur upp innilega og hjartnæma mynd af ferðalagi innflytjandans; viðleitninni til að aðlagast og finnast hún eiga heima í framandi landi. Verkið er óður til innflytjenda á Íslandi […]