Opið í dag

12:00-18:00

Corpus

Líkaminn er lifandi fyrirbæri í sífelldri sveiflu milli sjálfsins og annars, menningar og náttúru, hins séða og óséða. Listamenn Corpus fá okkur til að íhuga hann nánar, með því að nota áferðir, nærveru, efniskennd, litbrigði og framvindu til að takast á við flókin tengsl kyns, kynþáttar, vistfræði og tækni. Hér er líkaminn ekki stöðugur heldur […]

Grafíksmiðja fyrir börn og fjölskyldur

Verið velkomin í grafíksmiðju í Gerðarsafni laugardaginn 7. júní frá 15:00-17:00. Í smiðjunni kynnir Salka Rósinkranz myndlistarmaður okkur fyrir undirstöður í grafíklist og hver þátttakandi gerir sína eigin dúkristu. Smiðjan er haldin í tengslum við sýninguna Barböru með verkum eftir Barböru Árnason. Smiðjan hentar börnum á grunnskólaaldri og þátttaka er börnum að kostnaðarlausu. Hlökkum til […]

Fjöltyngd ungmennasmiðja | Adinkra – afrísk smiðja

Í þessari spennandi ungmennasmiðju á fimmtudeginum langa í Gerðarsafni fá þátttakendur tækifæri til að umbreyta flíkum í samræmi við hefðir Asante fólksins í Ghana. Adinkra táknin eiga sér langa sögu innan ganískrar menningar. Þau eru oft notuð til að skreyta hluti eins og skartgripi, leirmuni og fatnað en hvert tákn ber sína merkingu. HVAÐ Á […]

Leiðsögn sýningarstjóra | Barbara

Verið velkomin á leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Barböru á verkum Barböru Árnason með sýningarstjórunum Brynju Sveinsdóttur og Hallgerði Hallgrímsdóttur fimmtudaginn 29. maí kl. 20:00. Frítt inn í tilefni af Fimmtudeginum langa. Barbara Árnason spratt upp úr einu myndlistarumhverfi og skaut rótum í öðru. Hún var fædd í Hampshire í Suður Englandi árið 1911 og ólst […]

Sjónarafl | Myndlæsi með verkum Barböru Árnason

Sjónarafl – Vilt þú læra myndlæsi? Gerðarsafn fær í heimsókn góðan gest frá Listasafni Íslands, Ragnheiði Vignisdóttur fræðslu- og útgáfustjóra, til að kynna aðferðir myndlæsis með verkum eftir Barböru Árnason sem stendur nú yfir í Gerðarsafni. Gestir fá tækifæri til að skoða verk á sýningunni Barböru og taka þátt í samræðum sem Ragnheiður leiðir. Gestir […]

Innsýn í grafíklist | Valgerður Hauksdóttir

Í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum 18. maí fjallar Valgerður Hauksdóttir um grafíklist og mismunandi aðferðir innan miðilsins. Á sýningunni Barböru má sjá grafíkverk frá upphafi ferils Barböru Árnason en hún var einn frumkvöðla grafíklistar á Íslandi. Barbara kynntist grafík í listaskólanum í Winchester og kom fljótlega í ljós að hún hafði einstaka hæfileika í því […]

List og náttúra á sumarsólstöðum

List og náttúra er einföld smiðja þar sem leitast er við að skapa list úr náttúrulegum efnivið. Smiðja verður í Náttúrufræðistofu Kópavogs og jafnvel utandyra ef veður leyfir. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar. Börnin vinna […]

Blómasmiðja | Dagur hinna villtu blóma

Í tilefni af samnorrænum degi hinna villtu blóma verður blómasmiðja í Gerðarsafni sunnudaginn 15. júní frá kl. 12:00 – 14:00. Jóhanna Ásgeirsdóttir myndlistarmaður og kennari heldur utan um smiðjuna. Ganga um Borgarholtið í Kópavogi hefst fyrir framan Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 11 þaðan sem haldið verður út í holtið til að skoða það sem fyrir augu […]

Leiðsögn | Margrét Norðdahl

Verið hjartanlega velkomin á leiðsögn um sýningu Guðrúnar Bergsdóttur með Margréti Norðdahl laugardaginn 24. maí kl. 14:00 í Gerðarsafni. Margrét og Guðrún Bergsdóttir unnu saman um árabil og Margrét sýningarstýrði fjölda sýninga á verkum Guðrúnar Bergsdóttur frá 2007 til 2022. MA verkefni hennar frá LHÍ var eigindleg rannsókn á stöðu listafólks með þroskahömlun þar sem […]

Sigrún Hrólfsdóttir | Þræðing – Tiplað um sögu íslenskrar textíllistar

Verið velkomin á erindi Sigrúnar Hrólfsdóttur í Gerðarsafni, Þræðing – Tiplað um sögu íslenskrar textíllistar, laugardaginn 10. maí kl. 15:00. Sigrún Hrólfsdóttir fjallar um verk Guðrúnar Bergsdóttur í samhengi við grein Sigrúnar sem birtist í nýjasta tölublaði tímaritsins Myndlist á Íslandi: Þræðing – Tiplað um sögu íslenskrar textíllistar. Þar skrifar Sigrún að textíll sé miðlægur […]

Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2025

Barnamenningarhátíð fer fram með pompi og prakt dagana 6.-12. maí. Kíktu á dagskrána í heild sinni og ekki láta þig vanta. Þriðjudagur 6.5.2025 Lindasafn 16 – 18 Pappírsblómasmiðja fyrir börn og fjölskyldur Föstudagur 9.5.2025 Salurinn 9 – 12 Leikur að orðum Lögin hans Braga ValdimarsUm 200 leikskólabörn af átta leikskólum í Kópavogi ásamt hljómsveit nemenda […]

Viltu vera memmm? |Barnamenningarhátíð í Kópavogi

Skemmtileg og fjölskylduvæn dagskrá með Memmm Play og Skólahljómsveit Kópavogs fer fram undir berum himni, sunnudaginn 11. maí frá 12:30 – 16:30. Tilefnið er ærið enda Barnamenningarhátíð í Kópavogi í fullum gangi og Kópavogur fagnar sjötugsafmæli sínu á þessum fallega vordegi. Staðsetning er útisvæðið við menningarhúsin í Kópavogi, Bókasafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs, Gerðarsafn og Salinn […]