List og náttúra

List og náttúra er einföld smiðja einn miðvikudag í mánuði frá kl. 16-17 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs með styrk frá Safnasjóði. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Börnin vinna með náttúrulegan efnivið undir […]
Síðasti séns! | Óstöðugt land og Parabóla

Sunnudagurinn 19. janúar er síðasti dagur sýninganna Óstöðugt land og Parabólu í Gerðarsafni. Listamenn hitta gesti í safninu þennan dag en Finnbogi Pétursson verður á staðnum frá kl. 14:00 – 18:00 og tekur á móti gestum og Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Þorgerður Ólafsdóttir verða á staðnum frá 16:00 – 18:00. Þau munu spjalla við gesti […]
Sýningaropnun | Stara

Verið öll hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Stara laugardaginn 25. janúar kl. 17:00 í Gerðarsafni. Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins á sýningunni sem er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara […]
Leiðsögn í hægum takti um sýninguna Óstöðugt land

Björg Stefánsdóttir og Gunndís Ýr Finnbogadóttir leiða gesti um sýninguna Óstöðugt land í hægum takti, laugardaginn 18. janúar kl. 14:00 í Gerðarsafni. Öll eru velkomin! Athugið að sunnudagurinn 19. janúar er síðasti dagur sýningarinnar. Leiðsögn á hægum takti (e. slow looking) er aðferð sem felur í sér að skoða listaverk eða umhverfi í rólegheitum og […]
Adele Hyry og JH Engström | Leiðsögn | Stara

Verið velkomin á spjall með Adele Hyry og JH Engström sunnudaginn 26. janúar kl. 15:00 í Gerðarsafni. Adele og JH Engström eiga verk á sýningunni Stara sem opnar 25. janúar í Gerðarsafni og er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku. Adele Hyry FI (f. 1994) er listamaður og ljósmyndari sem […]
Jenny Rova og Jói Kjartans | Leiðsögn | Stara

Verið velkomin á spjall með Jenny Rova og Jóa Kjartans sunnudaginn 26. janúar kl. 14:00 í Gerðarsafni. Jenny og Jói eiga verk á samsýningunni Stara sem opnar 25. janúar í Gerðarsafni og er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Athugið að viðburðurinn mun fara fram á ensku. Jenny Rova (f. 1972) hefur búið í Zürich síðan 2001 […]
Samtal | Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir ræðir við Gunndísi Ýr Finnbogadóttur og Þorgerði Ólafsdóttur um sýninguna og verkefnið Óstöðugt land, sunnudaginn 12. janúar kl. 15:00 í Gerðarsafni. Öll eru velkomin! Guðbjörg R. Jóhannesdóttir er heimspekingur og dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Umhverfisheimspeki hefur verið í forgrunni í verkum hennar frá því hún hóf nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lauk MA […]
Hugleiðing um Parabólu | Kristinn R. Þórisson

Verið velkomin á hugleiðingu Kristins R. Þórissonar um Parabólu, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Leiðsögnin fer fram miðvikudaginn 15. janúar klukkan 12:15. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og hefur rannsakað gervigreind í 30 ár. Um Parabólu:Finnbogi Pétursson […]
Stara

Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins í samsýningunni Stara sem opnar í Gerðarsafni á Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaus viðföng ljósmyndarans heldur aðalleikararnir í […]
Ó!Rói með ÞYKJÓ

Við opnum skilningarvitin okkar mjúklega á nýju ári og förum skapandi höndum um þann náttúrulega efnivið sem við getum fundið í nærumhverfinu á þessum árstíma. Ó!Rói er skapandi smiðja fyrir börn og fjölskyldur þeirra með hönnunarteyminu ÞYKJÓ. Við óróagerð æfum við sjálfa jafnvægislistina og lærum hvernig ólíkir hlutir geta myndað eina samhangandi heild. Smiðjan hentar […]
Gerðarverðlaunin 2024

Verið hjartanlega velkomin á afhendingu Gerðarverðlaunanna, laugardaginn 14. desember kl. 16 í Gerðarsafni. Gerðarverðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt listamanni fyrir ríkulegt framlag til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Gerðarverðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn en fyrri handhafar þeirra eru Rósa Gísladóttir, Þór Vigfússon, Finnbogi Pétursson og Ragna Róbertsdóttir. Kristofer […]
Gjafir og ljós

Þorláksmessa í Gerðarsafni | Skapandi og notaleg samvera í jólaösinni Hvað er betra en að pakka inn fallegum gjöfum með jólapappír sem er líka listaverk? Frá 14-16 býðst börnum og fjölskyldum þeirra að búa til eigin gjafapappír með því að teikna, mála eða stimpla. Það verður heitt á könnunni og jólastemning í húsinu frá 12-18. […]