List og náttúra

List og náttúra er einföld smiðja einn miðvikudag í mánuði frá kl. 16-17 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Börnin vinna með náttúrulegan efnivið í listsmiðju undir leiðsögn myndlistarkennarans […]
Foreldramorgunn

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns, tvo fimmtudaga í mánuði.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur!Tilvalið tækifæri til að hitta aðra foreldra með ung börn og dvelja á safninu í ró og næði.Aðgangur […]
GÍA | List án landamæra

Sýning á verkum Gígju Guðfinnu Thoroddsen, eða Gíu, sem var listamaður hátíðarinnar árið 2017, af tilefni þess að Safnasafnið vinnur nú að bók um ævistarf hennar. Sýningin verður í Stúdíói Gerðar og opnar sunnudaginn 20. október klukkan 16:30. Þann 10. nóvember verður svo útgáfuhóf bókarinnar um Gíu, fylgist með! Gígja Guðfinna Thoroddsen, Gía, (1957-2021) bjó […]
SMÖRREGAMI | Kvöldstund í Gerðarsafni

SMÖRREGAMI er hugguleg kvöldstund fyrir fullorðna þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast origami, og njóta léttra veitinga með japönsku ívafi! Listsmiðjan er hugsuð sem skapandi og heildræn upplifun fyrir fullorðna, undir handleiðslu Yasuka Kawakami, sem kynnir gesti fyrir listinni að gera origami frá heimalandi sínu Japan. Þátttakendur læra að gera origami og búa […]
SMÖRREGAMI | Kvöldstund í Gerðarsafni

SMÖRREGAMI er hugguleg kvöldstund fyrir fullorðna þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast origami, og njóta léttra veitinga með japönsku ívafi! Listsmiðjan er hugsuð sem skapandi og heildræn upplifun fyrir fullorðna, undir handleiðslu Yasuka Kawakami, sem kynnir gesti fyrir listinni að gera origami frá heimalandi sínu Japan. Þátttakendur læra að gera origami og búa […]
Haustfrí | Origami smiðja fyrir börn

Velkomin í fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum japanskt origami! Í haustfríinu verður boðið upp á skemmtilega og skapandi fjöltyngda smiðju í Gerðarsafni þar sem þátttakendur á öllum aldri fá að kynnast origami, japanskri listhefð, þar sem pappír er brotinn í litla skúlptúra. Þátttakendur læra að fylgja einföldum leiðbeiningum og enda svo á […]
Together | Fjöltyngd smiðja | Adinkra – afrísk tákn

Velkomin í fjöltyngda smiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum afrísk tákn frá Gana! Í þessari spennandi fjölskyldusmiðju fá þátttakendur tækifæri til að prenta tákn á textíl í samræmi við hefðir Asante fólksins í Gana. Adinkra táknin eiga sér langa sögu innan ganískrar menningar. Þau eru oft notuð til að skreyta hluti eins og skartgripi, […]
Danstími í anda Gurdijeff með Katrínu Gunnarsdóttur

Katrín Gunnarsdóttir dansari og danshöfundur mun leiða þátttökuviðburð/danstíma í hreyfingum í anda Gurdjieff fimmtudaginn 26. september kl. 18:00 í Gerðarsafni. Mælt er með því að mæta í þægilegum fatnaði. Gerðar Helgadóttur hafði mikinn áhuga á dulspeki en hún sótti fyrirlestra um dulspekikenningar George Gurdjieff hjá dansaranum og kennaranum Madame de Salzmann en saman þróuðu þau […]
Leitað í tómið – málþing um listsköpun Gerðar Helgadóttur

Gerðarsafn efnir til málþings í tilefni af úgáfu bókarinnar, Leitað í tómið – Listsköpun Gerðar Helgadóttur og sýningunni Hamskipti.Málþingið verður haldið í Gerðarsafni, Hamraborg 4, sunnudaginn 13. október kl. 13-15. Öll eru hjartanlega velkomin!Aðgangseyrir að safninu gildir, frítt fyrir árskortshafa. Mælendaskrá:Benedikt HjartarsonBrynja SveinsdóttirCecilie GaihedeHanna Guðlaug GuðmundsdóttirÆsa Sigurjónsdóttir Nánari upplýsingar koma síðar.
Listasmiðja með Helgu Páleyju

Verið velkomin á listsmiðju í anda Gerðar Helgadóttur fyrir alla fjölskylduna með Helgu Páleyju Friðþjófsdóttur laugardaginn 7. september kl. 14:00 í Gerðarsafni. Helga Páley myndlistarmaður myndskreytti barnabókina Heimur Gerðar Helgadóttur. Smiðjan er hluti af dagskrá Heilsum hausti. Í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs geta börn og fjölskyldur notið þess að skapa saman úr fjölbreyttum efnivið […]
Foreldramorgunn

Foreldrum og ungum börnum þeirra er boðið að eiga saman notalega stund í fræðslurými Gerðarsafns tvo fimmtudaga í mánuði.Heitt á könnunni, ýmis þroskaleikföng, bláu kubbarnir og teppi fyrir krílin verða á staðnum. Nóg pláss fyrir vagna og kerrur! Tilvalið tækifæri til að hitta aðra foreldra með ung börn og dvelja á safninu í ró og […]
Leiðsögn um Hamskipti með Ingunni Fjólu

Verið hjartanlega velkomin á hádegisleiðsögn Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur myndlistarmanns um sýninguna Hamskipti. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Á sýningunni Hamskipti er list Gerðar Helgadóttur sett í sögulegt samhengi og verkin skoðuð út frá stefnum og straumum í samtíma hennar. Sjónum er einkum beint að örum breytingum í listsköpun Gerðar, þróun […]