Smiðjukassar standa safngestum til boða í móttöku safnsins, til afnota á meðan heimsókn stendur, og fylgir frítt með hverjum greiddum aðgangi. Árskorthafar geta nálgast smiðjukassa í hverri heimsókn á safnið. Í smiðjukassanum er efniviður til listsköpunar og geta gestir notið samverustunda í Stúdíói Gerðar með skapandi verkefni í höndunum.
Þrír mismunandi kassar eru í boði með ólíkum efnivið
Teiknileikir: blöð, póstkort til að teikna á, litir, yddari, strokleður, litaform 3-D pennaæfingar: 3-D penni, mismunandi litir í pennann, mót, rúðustrikuð motta, mót Klippimynda- og skúlptúrgerð: lituð blöð, lím, pappírssogrör, form Smiðjukassarnir eru sótthreinsaðir eftir hverja notkun.