Velkomin á Gerðarsafn

Gerðarsafn opið að nýju

Gerðarsafn er nú opið fyrir gestum að nýju. Fræðslurými safnsins mun þó vera lokað áfram, um óákveðinn tíma, samkvæmt tilmælum almannavarna.

* Gestir eru beðnir um að sótthreinsa hendur áður en gengið er inn í sýningarsalina.
*Gestafjöldi verður í samræmi við tilmæli almannavarna og tveggja metra reglan verður í gildi.

Stúdíó Gerðar

Í fræðslurými Gerðarsafns gefst börnum og fullorðnum færi á að njóta samverustunda og skapa saman. Bláu kubbarnir, auk fleiri spennandi leikfanga, eru til taks alla vikuna. Einnig er alltaf í boði að teikna, lita og gera klippimyndir. Um helgar er boðið upp á vatnsliti, leir og fleira spennandi til að virkja sköpunargleðina enn frekar.
Frítt er fyrir börn á safnið og hafa margir foreldrar nýtt sér árskort Gerðarsafns til að koma reglulega í heimsókn og njóta þess skemmtilega fræðslustarfs sem boðið er uppá.