19.09.2019 – 05.01.2020
Gerðarsafn kallar eftir tillögum frá hönnuðum og arkitektum fyrir sýninguna Fylgið okkur á HönnunarMars 2020. Á sýningunni er sjónum beint að hönnuðum, sem nýsprottnir eru fram á sjónarsviðið en eiga það sammerkt að hafa með sínum fyrstu verkum vakið athygli og eftirvæntingu, hver á sínu sviði.
Fyrir aðeins 3.000 kr. getur þú gefið árskort fyrir 2 á Gerðarsafn.Þú getur svo bætt við gjafakorti í Salinn fyrir hvaða upphæð sem er. Gjafakortin eru seld á Gerðarsafni og í Salnum.
Pure Deli býður upp á morgunmat, hádegisverð og kaffiveitingar. Pure Deli leggur áherslu á ferskan og góðan mat, góða þjónustu og gott andrúmsloft. Í boði eru vefjur, salöt, súpa, djúsar, helgarbröns, kaffi, bakkelsi, veislubakkar og ýmislegt fleira. Einnig bjóða þau upp á barnarétti, vegan og glúteinlausa rétti. Opnunartíminn er kl. 10-17 alla daga. Pure Deli tekur einnig að sér veisluþjónustu, frekari upplýsingar er hægt að fá í pósti á puredeli@puredeli.is