Opið í dag

12:00-18:00

Opnun | HÖRÐUR

04.02.2026
18:00

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar HÖRÐUR miðvikudaginn 4.febrúar kl. 18:00 í Gerðarsafni.

Hörður Ágústsson (1922-2005) nálgaðist myndlist, hönnun, rannsóknir og kennslu af heildrænni hugsun. Hugsun sem var fjarri því að vera einföld eða línuleg heldur bar með sér löngun til að má út skil á milli ólíkra listgreina til að finna sameiginlegan og margslunginn kjarna sjónmenningar.

Á sýningunni eru verk Harðar sem birta nálgun hans á form- og litafræði á árunum 1955-1978. Verkin á sýningunni þvera það sem hefðbundið væri flokkað sem myndlist og hönnun sem tengja fullkláruð verk, undirbúningsverk og hugmyndavinnu saman.  Í þessari formrænu könnun hans má finna það svið þar sem arkitektinn og ljóðskáldið tvinnast hvað mest saman, þar sem rannsakandinn og skaparinn ná saman í heildrænni hugsun um kjarna allrar listar.

Sýningarstjórn sýningarinnar er í höndum Brynju Sveinsdóttur og Studio Studio (Arnari Frey Guðmundssyni og Birnu Geirfinnsdóttur).