Opið í dag

12:00-18:00

Þú hefur orðið

Ný verk eftir börn af unglingastigi Kársnesskóla, unnin í Barnamenningarviku út frá sýningunni Að rekja brot. Börnin velja sér orð og minningu sem þau vinna út frá í ólíkan efnivið. Leiðbeinendur og sýningarstjórar: Melanie Ubaldo og Dýrfinna Benita Basalon. „Við viljum vita hvað orð er þeim mikilvægt og vinna út frá því orði. Þetta gæti […]

Um ritskoðun og þöggun | Að rekja brot

Natasha S, ljóðskáld, þýðandi, blaðamaður og ritstjóri fjallar um menningu á tímum samþjöppunar og ritskoðunar. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Að rekja brot ( Tracing Fragments) sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Nánar: Saga Rússlands endurtekur sig, ritskoðun og kúgun er ekki nýtt fyrirbæri í stærra […]

Together | Fjöltyngd listsmiðja

Fjöltyngd listsmiðja fyrir fólk á öllum aldri, börn og fullorðin. Markmið smiðjunnar er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum, flóttafólk, umsækjendur um alþjóðlega vernd, innflytjendur og heimafólk. Smiðjan er haldin í samstarfi við hjálparsamtökin Get Together og í tengslum við sýninguna „Að rekja brot“. […]

(Ó)sýnileiki: Tengsl við fortíð í brothættri samtíð

Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði fjallar um sýnileika og ósýnileika jaðarsettra hópa og uppgjör við kynþáttahyggju í hádegiserindi. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Að rekja brot (Tracing Fragments) sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. —————— Á síðustu árum hefur verið aukin krafa um réttlæti og sýnileika jaðarsettra hópa og uppgjör við kynþáttahyggju sem […]

Harmljóð horfinna hluta – verk í vinnslu

Harmljóð horfinna hluta (Elegìa delle cose perdute) er fjölþjóðlegt sviðslistaverk í þróun en brot úr verki í vinnslu verða sýnd í Gerðarsafni á Vetrarhátíð. Harmljóð horfinna hluta endurspeglar þrá og minningar, rætur og uppruna, það fjallar um siðferðilega útlegð, drauminn um ógerlega afturkomu, reiðina gagnvart tímanum sem gereyðingarafli og landakortið innra með okkur öllum. Sýningin […]

Sýningarleiðsögn á Safnanótt

Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Að rekja brot (Tracing Fragments) föstudagskvöldið 3. febrúar, á Safnanótt kl. 18. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Að rekja brot er samsýning listamanna frá Mexikó, Nígeríu, Pakistan, Bandaríkjunum, Grænlandi og öðrum Norðurlöndum. Listafólkið rannsakar í verkum sínum tengsl þjóðernis og sjálfsmyndar, flókna sögu […]

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner