Opið í dag

12:00-18:00

(Ó)sýnileiki: Tengsl við fortíð í brothættri samtíð

Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði fjallar um sýnileika og ósýnileika jaðarsettra hópa og uppgjör við kynþáttahyggju í hádegiserindi. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Að rekja brot (Tracing Fragments) sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. —————— Á síðustu árum hefur verið aukin krafa um réttlæti og sýnileika jaðarsettra hópa og uppgjör við kynþáttahyggju sem […]

Harmljóð horfinna hluta – verk í vinnslu

Harmljóð horfinna hluta (Elegìa delle cose perdute) er fjölþjóðlegt sviðslistaverk í þróun en brot úr verki í vinnslu verða sýnd í Gerðarsafni á Vetrarhátíð. Harmljóð horfinna hluta endurspeglar þrá og minningar, rætur og uppruna, það fjallar um siðferðilega útlegð, drauminn um ógerlega afturkomu, reiðina gagnvart tímanum sem gereyðingarafli og landakortið innra með okkur öllum. Sýningin […]

Sýningarleiðsögn á Safnanótt

Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Að rekja brot (Tracing Fragments) föstudagskvöldið 3. febrúar, á Safnanótt kl. 18. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Að rekja brot er samsýning listamanna frá Mexikó, Nígeríu, Pakistan, Bandaríkjunum, Grænlandi og öðrum Norðurlöndum. Listafólkið rannsakar í verkum sínum tengsl þjóðernis og sjálfsmyndar, flókna sögu […]

Söngleiðsögn á Safnanótt

Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran, bregður ljósi á sýninguna Að rekja brot (Tracing Fragments) í gegnum tónlist og söng. Leiðarstef og viðfangsefni sýningarinnar eru raddir hinna undirokuðu og jaðarsettu þar sem fléttast saman brotakenndar og margradda sögur af kynþáttafordómum og kúgun. Hildigunnur leitar í tónlistararf og frásagnir ólíkra menningarheima en listafólkið sem rekur brot á rætur í […]

Sólarprent á Safnanótt

Í tilefni Vetrarhátíðar verður boðið upp á hina dásamlegu og sívinsælu sólarprentsmiðju á Safnanótt. Sólarprent – eða bláprent – er gömul og hrífandi aðferð til að prenta myndir. Úrklippum, pappír, þurrkuðum jurtum og fleiri tvívíðum hlutum* er stillt á yfirborð myndflatar sem hefur verið málaður með ljósnæmum vökva. Myndverkið er lýst með UV ljósi, dýft […]

Safnanótt

Glæsileg dagskrá verður á Safnanótt með þátttöku ótal listamanna. Ókeypis er á alla viðburði og sýningar. Verið hjartanlega velkomin.