Stúdíó Gerðar

Stúdíó Gerðar er opið fræðslurými þar sem börn og fullorðnir geta lært um list og skapað saman. Börn, fjölskyldur og aðrir gestir geta notið samverustunda við að spjalla og skapa í Stúdíói Gerðar. Teiknileikurinn Kvik strik leiðir gesti áfram í að túlka og skapa út frá sýningum safnsins og eigin umhverfi. Í Stúdíói Gerðar eru haldnar fjölbreyttar smiðjur í tengslum við sýningar safnsins og sem hluti af Fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi.
 


Kvik strik


Kvik strik eru teiknileikir og skapandi æfingar gerðar fyrir fjölskyldur og gesti Gerðarsafns. Teiknileikirnir eru leiddir áfram af listakrákunum Iðu, Litíu og Hringi, sem finna línur, form og liti í listaverkum og í umhverfi okkar. Þær læra að gera málningu, dansverk og búa til sínar eigin sögur út frá sýningum á safninu og daglegu lífi. Gefin verður út bókin Kvik strik á næstunni en listamaðurinn Edda Mac vinnur að gerð bókarinnar í samstarfi við starfsfólk Gerðarsafns.